Hvernig á að hekla blóm með ananaslykkjum (puff)

Keywords: blóm, kúla, pufflykkjur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum blóm með ananaslykkjum (puff). Þetta litla blóm er einfalt og auðvelt að gera og er tilvalið til skreytinga! Heklið þannig:
Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur og eftir það 11 stuðla um loftlykkjuhringinn (= 12 stuðlar). Endið á 1 keðlulykkju í þriðju loftlykkju.
UMFERÐ 2: ** 2 loftlykkjur, * bregðið bandi um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum keðlulykkju undir 2 loftlykkjur, dragið bandið í gegn *, endurtakið 2 sinnum til viðbótar = 7 loftlykkjur á heklunálinni (lykkjurnar á heklunálinni eiga að vera lausar, ca sama hæð og 2 loftlykkjur). Bregðið bandi um heklunálina og stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið bandið og dragið í gegn, endurtakið 2 sinnum til viðbótar = alls 13 lykkjur á heklunálinni. Bregðið bandi í síðasta skipti um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. 2 loftlykkjur og 1 keðjulykkja í næstu lykkju. ** Endurtakið frá **-** 5 sinnum til viðbótar = 6 puff lykkjur/blöð á blómi. Klippið frá og festið enda. Þetta blóm er heklað úr DROPS Snow.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.