Hvernig á að hekla mismunandi aðferðir sem notaðar eru í 1. vísbendingu í DROPS Mystery Blanket Spri
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hekla á mismunandi aðferðir sem notaðar eru í 1. vísbendingu í DROPS Mystery Blanket Spring Lane. Þetta teppi er heklað úr DROPS ♥ You #8, en í myndbandinu heklum við með grófara garni; DROPS Snow.
1= 4 loftlykkjur, tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju – sjá punkt í hring, umferðin byrjar og endar hér
2= loftlykkja
3= stuðull um loftlykkju/loftlykkjuhring
4= keðjulykkja í/um lykkju
5= stuðull í lykkju
6= 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN Í BYRJUN UMFERÐAR: 4 loftlykkjur (jafngilda 1 tvíbrugðnum stuðli), heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á báðum þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið þráðinn í gegnum allar 4 lykkjurnar á heklunálinni.
7= 5 loftlykkjur
8 = 4 TVÍBRUGÐNIR STUÐLAR HEKLAÐIR SAMAN: Heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 2 tvíbrugðna stuðla í næstu lykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin á báðum þessum tvíbrugðnu stuðlum, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í næstu lykkju og dragið að lokum þráðinn í gegnum allar 5 lykkjurnar á heklunálinni.
9 = fastalykkja um loftlykkju/loftlykkjubogi
10 = fastalykkja í loftlykkju/loftlykkjuboga
11= Heklið 1 hálfan stuðul um toppinn á tvíbrugðna stuðlahópnum frá 3. umferð.
Til að lesa meira um DROPS CAL Spring Lane, sjá: Vertu með í DROPS-Along