Hvernig á að hekla augu í leikfangamús

Keywords: gæludýr, gæludýr, leikfangadýr, útsaumur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum augun í leikfangamúsinni í DROPS Extra 0-1506. Augun eru hekluð í gegnum langar fastalykkjur sem heklaðar eru í lykkju 2 umferðum fyrir neðan.
Heklið þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja af 8 fyrstu fastalykkjum í umferð með Litur 1, stingið heklunálinni í næstu lykkju í umferð 6 (=2 umferðir fyrir neðan), notið nú Litur 2 og dragið þennan þráð í gegnum lykkjuna, skiptið til baka yfir í Litur 1 og dragið þráðinn í gegnum 2 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 auga / 1 löng fastalykkja), heklið 1 fastalykkju í hverja af 6 næstu fastalykkjum með Litur 1, stingið heklunálinni ínæstu lykkju í umferð 6 (= 2 umferðir fyrir neðan), notið Litur 2 og dragið þennan þráð í gegnum lykkjuna, skiptið til baka yfir í Litur 1 og dragið þráðinn í gegnum 2 lykkjurnar á heklunálinni (= 1 auga / löng fastalykkja), heklið 1 fastalykkju í hverja af 8 síðustu fastalykkjum = 24 lykkjur. Festið þráðarendana af Litur 2 að innanverðu (ranga) á músinni. Þessi mús er hekluð úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf mynstri til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

ANA BARILOVIĆ wrote:

Zašto nema prijevod na hrvatski

25.03.2021 - 18:02

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.