Hvernig á að fella af með i-cord kanti í garðaprjóni

Keywords: I-cord, garðaprjón, kantur, sléttprjón, snúra,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með i-cord kanti í stykki í garðaprjóni.
Fitjið upp 2 nýjar lykkjur og prjónið upp 1 lykkju í ysta lið í fyrstu umferð í garðaprjóni = 3 lykkjur á prjóni. * Færið lykkjurnar yfir að byrjun á prjóni, þannig að hægt sé að prjóna einu sinni til viðbótar frá réttu án þess að snúa stykkinu. Prjónið 2 lykkjur slétt, lyftið næstu lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið upp eina nýja lykkju yst í næstu umferð í garðaprjóni, steypið lykkjunni sem lyft var af prjóni yfir lykkjuna sem prjónuð var upp *, prjónið frá *-* þar til prjónaður hefur verið upp kantur meðfram öllu stykkinu. Til að koma í veg fyrir að kanturinn verði ekki of stífur þá prjónum við upp 2 auka lykkjur sem viðbót við þegar prjónuð er upp lykkja í annarri hverri umferð í garðaprjóni frá kanti. Prjónið 3 síðustu lykkjurnar á prjóni slétt saman. Við notum garnið DROPS Snow í myndandinu.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Aguicelp wrote:

Film pokazuje jak zamykać oczka (zakańczać robótkę) metodą I-cord wzdłuż brzegu ściegiem francuskim, ale tylko prawej części przodu np.swetra jak zamykać oczka tą metodą na lewym przodzie np.swetra? dziękuję za odpowiedź i wyjaśnienie

20.03.2024 - 14:18

DROPS Design answered:

Witaj, robisz to tak samo, również na prawej stronie robótki, różnica jest taka, że zaczynasz I-cord od górnego brzegu swetra (na przykład na górze obszycia lewego przodu) i kończysz I-cord na dole swetra. Miłej pracy!

21.03.2024 - 10:27

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.