DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Prjónamynstur

Við erum með kennslumyndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu prjónauppskriftunum okkar. Allt frá skref-fyrir-skref leiðbeiningum til gagnlegra ráðlegginga, myndböndin okkar gera þér það auðvelt að koma uppáhalds prjónamynstrinu á flug!

Myndbönd: 444
6:24
Hvernig á að auka út og fækka lykkjum í barnahúfu

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og fækkum lykkjum í barnahúfu. Stykkið sem við sýnum í myndbandinu er prjónað fram og til baka. Fitjið upp ákv. fjölda lykkja meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið sem prjónuð er slétt í öllum umferðum. Við höfum þegar prjónað 12 umferðir, meðtalið garðaprjón og sett 7 prjónamerki í stykkið. Við byrjum myndbandið með að sýna frá réttu hvernig aukið er út við 1. prjónamerki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn og síðan hvernig við fækkum við 2. prjónamerki með því að fækka um 1 lykkju hvorum megin við lykkju með prjónamerki. Byrjið á 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki, setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, lyftið 1 lykkju af prjóni (= lykkja með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af kaðlaprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu lykkunni yfir. Endurtakið útaukningu/uppslátt við 3. 5. og 7. prjónamerki og endurtakið úrtöku við 4. og 6. prjónamerki. Prjónið slétt frá réttu á milli prjónamerkja og endið á kantlykkju. Frá röngu er prjónað brugðið og allur uppsláttur er prjónaður brugðinn snúinn (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

15:52
Hvernig á að prjóna tátiljur í DROPS Children 27-19

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tátiljuna “Lemon Jelly” í DROPS Children 27-19. Með því að prjóna með fínni prjónum en venjulega er gert þegar prjónað er úr garninu DROPS Snow þá verða tátiljurnar þéttari. En munið eftir að uppgefin prjónastærð í mynstri er einungis til leiðbeiningar. Við notum prjónastærð sem gefin er upp í mynstrinu (4 mm) og prjónum eftir stærð 20/21 (minnsta stærðin). Við höfum nú þegar fitjað upp 24 lykkjur og sýnum smá í umferð 1 sem er prjónuð slétt og smá í umferð 2 sem er prjónuð brugðið (= 2 umferðir garðaprjón). Það er prjónað GARÐAPRJÓN þar til stykkið mælist 3 cm. Eftir það eru fyrstu 8 lykkjunum í umferð haldið á prjóni og þær 16 lykkjur sem eru eftir eru settar á þráð. Fitjið upp 1 lykkju í byrjun og 1 lykkju í lokin á 8 lykkjunum á prjóni. Prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka þar til stykkið mælist 4 cm frá því þar sem lykkjurnar voru settar á þráðinn. Fellið af 1 lykkju í hvorri hlið. Prjónið upp 6 lykkjur í hvorri hlið og setjið til baka lykkjurnar af þræði á prjóninn. Setjið 1 prjónamerki mitt að framan og 1 prjónamerki mitt að aftan. Þegar stykkið mælist 2 cm frá prjónamerkjum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin, fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð þar til stykkið mælist 4 cm. Eftir það eru þær lykkjur sem eftir eru felldar af og tátiljan er saumuð saman undir fæti í ysta lykkjuboga á ystu lykkju. Þessi tátilja er prjónuð úr DROPS Snow, sama garni sem er gefið upp í mynstrinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.