Hvernig á að auka út og fækka lykkjum í barnahúfu

Tags: hjálmhúfa, hringprjónar,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og fækkum lykkjum í barnahúfu. Stykkið sem við sýnum í myndbandinu er prjónað fram og til baka. Fitjið upp ákv. fjölda lykkja meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið sem prjónuð er slétt í öllum umferðum. Við höfum þegar prjónað 12 umferðir, meðtalið garðaprjón og sett 7 prjónamerki í stykkið. Við byrjum myndbandið með að sýna frá réttu hvernig aukið er út við 1. prjónamerki með því að slá uppá prjóninn og síðan hvernig við fækkum við 2. prjónamerki með því að fækka um 1 lykkju hvorum megin við lykkju með prjónamerki. Byrjið á 1 lykkju á undan lykkju með prjónamerki, setjið 1 lykkju á hjálparprjón fyrir aftan stykkið, takið eina lykkju óprjónaða laust af prjóninum (= l með prjónamerki), prjónið næstu lykkju og lykkju af hjálparprjóni slétt saman, steypið óprjónuðu lykkunni yfir.
Endurtakið útaukningu/uppslátt við 3. 5. og 7. prjónamerki og endurtakið úrtöku við 4. og 6. prjónamerki. Prjónið slétt frá réttu á milli prjónamerkja og endið á kantlykkju.
Frá röngu er prjónað brugðið og allur uppsláttur er prjónaður brugðinn snúinn (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til þess að koma í veg fyrir göt.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (9)

Sophia 20.06.2021 - 02:56:

Is the decrease stitch worked with a third needle called Central Double Decrease? (CDD)

DROPS Design 21.06.2021 - 09:05:

Dear Sophia, the decrease is worked here as follows: starting 1 stitch before the stitch with marker, slip 1 stitch on cable needle behind piece, slip 1 st (= st with marker), knit together next stitch and st on cable needle, pass slipped stitch over. Hope this will help. Happy knitting!

Ann Plummer 23.08.2020 - 04:00:

Hi - hope you can help I am up to where I am decreasing on RS and it states to decrease at 25th stitch then 59th stitch then 93rd stitch (2nd,4th and 6th marker)so I gather then when I have less than 93 stitches I then only decrease twice in row then when I have less than 59 stitches I decrease only once in row so how do I get down to 15 stitches when I am supposed to decrease on 25th stitch. Thanking You in anticipation. Regards Ann

DROPS Design 24.08.2020 - 09:27:

Dear Mrs Plummer, you have to insert the markers between stitches as stated, ie in first size in the 2nd st, then in the 25th st, 48th st etc.. leave the marker in place and decrease/increase before/after markers as explained, the number of stitches between markers will then vary. Happy knitting!

Anna Sterz 23.09.2019 - 19:03:

Wie unvorteilhaft, dass hier so dünne Wolle genommen wurde zum Zeigen. Ich kann es nicht erkennen.

Darby Clifford-Rosengren 06.10.2018 - 12:41:

The video shows one increase or decrease at each marker only while the directions state 'on each SIDE of the marker'. That would suggest TWO increases/decreases at each marker (one on EACH side of the marker). Have I missed something?

DROPS Design 09.10.2018 - 10:06:

Dear Mrs Clifford-Rosengren, the video shows how to increase and decrease in this pattern, ie you inc 1 st after 1st marker and before 7th marker, and then dec 1 st on each side of 2nd, 4th and 6th marker = 2 sts in total at these markers (as under DECREASE TIP) and inc 1 st on each side of 3rd and 5th marker (= 2 sts in total at these markers). Happy knitting!

Pia 08.10.2014 - 08:00:

Tusind tak for tippet, Anne Marie. Og tak til Garnstudio for alle de gode hjælpe videoer.

Anne Marie 09.08.2014 - 12:09:

Det er meget nemmere at strikke Indtagningerne sådan: masken før OG midtermasken tages løs af (som vrangmaske), strik næste ret, træk begge de løse masker over. Voila, resultatet er helt det samme uden ekstrapind mm!

Yvonne 11.11.2013 - 10:16:

Es fehlt der Ton, Schade :-(

Renate 23.11.2013 - 14:02:

Hallo Yvonne, diese Video-Anleitungen sind "stumm" damit jede(r) sie ohne Sprachbarriere verstehen kann. Einfach nur durch sehen bzw. schauen. Man kann sie anhalten oder immer wieder anschauen. Das ist der "Trick" :-)

Yvonne 11.11.2013 - 10:16:

Leider fehlt die Lautstärke.

Jadwiga 29.09.2013 - 16:50:

Super strona bardzo często z niej korzystam Jadzia

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.