DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Prjónamynstur

Við erum með kennslumyndbönd til að leiðbeina þér í gegnum nokkur af vinsælustu prjónauppskriftunum okkar. Allt frá skref-fyrir-skref leiðbeiningum til gagnlegra ráðlegginga, myndböndin okkar gera þér það auðvelt að koma uppáhalds prjónamynstrinu á flug!

Myndbönd: 444
4:41
Hvernig á að enda úrtöku í laskalínu á framstykki í DROPS Children 32-20

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við 2 síðustu umferðirnar með laskalínu og úrtöku í hálsi á framstykki í DROPS Children 32-20. Miðju lykkjurnar eru settar á þráð, við erum með 5 lykkjur hvoru megin og byrjum frá réttu á vinstri öxl: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu eins og áður (takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð), prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli) = 3 lykkjur á prjóni, snúið stykkinu. Prjónið brugðið frá röngu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu. 1 kantlykkja í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu = 2 lykkjur á prjóni. Snúið stykkinu, fellið af lykkjur með brugðnu og klippið frá. Prjónið nú hægri öxl frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli), fækkið lykkjum fyrir laskalínu (2 lykkjur slétt saman), 1 kantlykkja í garðaprjóni (= 3 lykkjur). Snúið stykkinu og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, brugðið frá röngu, snúið stykkinu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu og fellið af lykkjur með brugðið. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu, sama garn og notað er í jólapeysunni. Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.