Hvernig á að enda úrtöku í laskalínu á framstykki í DROPS Children 32-20

Keywords: jól, laskalína, peysa,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við 2 síðustu umferðirnar með laskalínu og úrtöku í hálsi á framstykki í DROPS Children 32-20.
Miðju lykkjurnar eru settar á þráð, við erum með 5 lykkjur hvoru megin og byrjum frá réttu á vinstri öxl: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu eins og áður (takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð), prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli) = 3 lykkjur á prjóni, snúið stykkinu. Prjónið brugðið frá röngu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu. 1 kantlykkja í garðaprjóni, fækkið lykkjum fyrir laskalínu = 2 lykkjur á prjóni. Snúið stykkinu, fellið af lykkjur með brugðnu og klippið frá.
Prjónið nú hægri öxl frá réttu: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (úrtaka í hálsmáli), fækkið lykkjum fyrir laskalínu (2 lykkjur slétt saman), 1 kantlykkja í garðaprjóni (= 3 lykkjur). Snúið stykkinu og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, brugðið frá röngu, snúið stykkinu. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu, 1 kantlykkja í garðaprjóni, snúið stykkinu og fellið af lykkjur með brugðið.
Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu, sama garn og notað er í jólapeysunni.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Anke Van Drempt wrote:

Raglan minderingen op rondbreinaald. Alle minderingen gelijk in panden en mouwen?

10.11.2020 - 11:47

DROPS Design answered:

Dag Anke,

In de beschrijving van het patroon staat aangegeven hoeveel je moet minderen op de mouwen en op de panden. In dit patroon is dat toevallig hetzelfde op de mouwen en de panden, maar je breit in dit patroon de panden en de mouwen wel los van elkaar om vervolgens in elkaar te naaien.

17.11.2020 - 21:12

Marion Ziehr wrote:

Hallo, leider finde ich die Anleitung zum Weihnachtspullover DROPS Children 32-20, auf die Sie sich in Ihrem Video beziehen, nicht. Können Sie mir weiterhelfen? Vielen Dank!

21.11.2019 - 08:42

DROPS Design answered:

Liebe Frau Ziehr, dieses Modell ist unser aktuelles DROPS-Along, hier lesen Sie mehr. Viel Spaß beim stricken!

21.11.2019 - 09:35

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.