Hvernig á að prjóna M.1B í DROPS 140-14, 133-1 og 130-1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig mynstur M.1B er prjónað (síðasti hluti í mynsturteikningu) í þremur af vinsælum sjölum frá okkur. Við sýnum 2 mynstureiningar af mynstri við hlið á hvor annarri. Við höfum sett hvítan þráð til merkingar sem sýnir hvar 2. mynstureiningin byrjar (mynstrið inniheldur fleiri mynstureiningar).
UMFERÐ 1 og allar umferðir frá röngu eru prjónaðar brugðið frá röngu – umferð 1 er ekki sýnd í myndbandinu.
UMFERÐ 2 (rétta):* Prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn*, endurtakið út umferðina og endið alltaf á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið brugðið.
UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, endurtakið að næstu mynstureiningu og endið á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 3 lykkjur slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir, 2 lykkjur slétt saman, 3 lykkjur slétt, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, 2 lykkjur slétt í eina lykkju, endurtakið út að næstu mynstureiningu og endið á 1 lykkju slétt í síðustu lykkju.
Í hvert skipti sem prjónuð er umferð 6 og umferð 10 (með 2 x 2 lykkjur slétt í eina lykkju á eftir hverri annarri) færðu eina auka slétta lykkju hvoru megin við úrtöku fyrir miðju á mynstureiningunni.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.