Hvernig á að hekla blóm með 6 blómablöðum

Keywords: blóm,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að hekla blóm með 6 blómablöðum. Heklið 6 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, 12 fastalykkjur í hringinn og endið á 1 keðjulykkju í fyrstu fastalykkju.
UMFERÐ 2: Heklið 4 loftlykkjur (koma í stað 1 tvíbrugðna stuðuls), 1 tvíbrugðinn stuðull í fyrstu fastalykkju, * 5 loftlykkjur, hoppið yfir 1 fastalykkju, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í sömu lykkju, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni *. Endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar og endið á 5 loftlykkjum og 1 keðjulykkju í toppi á 1 tvíbrugðna stuðlahópnum = 6 tvíbrugðnir stuðlahópar.
BLÓMABLAÐ:
* Heklið 3 loftlykkjur, um 1. tvíbrugðna stuðlahóp frá fyrri umferð er heklað þannig: ** 9 stuðlar, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina í lokin og að draga þráðinn í gegn = 10 lykkjur á heklunálinni, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum síðustu lykkju, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum næstu tvær lykkju, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum tvær næstu lykkjur, haldið svona áfram þar til þú hefur 1 lykkju eftir á heklunálinni **. Heklið 3 loftlykkjur, 1 keðjulykkja í 3 loftlykkju frá heklunálinni. Heklið nú hringinn 2 tvíbrugðna stuðla í tvíbrugðna stuðlahópinn frá fyrri umferð alveg eins, heklið frá **-**.
Heklið nú 1 keðjulykkju hringinn í 3 loftlykkju í byrjun umferð. 1 keðjulykkja í kringum toppinn á tvíbrugðna stuðlahópnum frá 2. umferð. Heklið 6 fastalykkjur í kringum loftlykkjuboga og endið á 1 keðjulykkju í topp á næsta tvíbrugðna stuðlahóp *. Endurtakið frá *-* 5 sinnum til viðbótar, en við síðasta blómið er endað á 1 keðjulykkju í 1. loftlykkju í umferð = 6 blómablöð. Grænu blómin eru hekluð úr DROPS Snow, en bleiku blómin eru hekluð úr DROPS Cotton Viscose.

Athugasemdir (2)

Carmen Moro Garcia wrote:

Muy bonita y fácil de realizar con el vídeo y las instrucciones, mi hermana quedó muy contenta con su broche

20.08.2021 - 12:23

CARPENTIER wrote:

Merci beaucoup pour cette très belle fleur. Je l'ai faite pour un bonnet de bébé.

22.12.2020 - 16:46

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.