Hvernig á að gera frágang á teppi í DROPS 163-1
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að ganga frá teppi í DROPS 163-1.
MEIRI FRÁGANGUR:
Heklið alls 26 ferninga í hring, í myndbandinu höfum við bara heklað 5 ferninga í hring. Staðsetjið ferningana þannig að þeir mynda “ramma”. Það eiga að vera 4 hring-ferningar meðfram hvorri skammhlið á teppinu, 7 hring-ferningar meðfram hvorri langhlið á teppinu og 1 hring-ferningur í hverju horni. Saumið ferningana saman tvo og tvo með smáu spori – saumið kant í kant með einu spori í hverja fl og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur. Heklið 1 umferð með fastalykkjum að innanverðu á rammanum (heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju). Leggið rammann í kringum teppið og saumið niður fastalykkju umferðir á ramma við kant með kúlum – saumið kant í kant með smáu spori og passið uppá að saumurinn verði ekki of stífur.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.