DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju utan um prjóninn

Þú gætir líka haft gaman af...

Video thumbnail for Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju fram og til baka
5:17
Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju fram og til baka

German short rows = Stykkinu er snúið mitt í umferð. Stykkinu er snúið mitt í umferð. Með því að prjóna stuttar umferðir þá myndast lítið gat - hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German short row. Umferð 1 (rétta): Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu, snúið, þegar prjónað er áfram verðu lítið gat við snúninginn – hægt er að loka þessu gati þannig: Umferð 2 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju (lykkja og þráður yfir prjóninum). Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 3 (= rétta): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 4 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 3. og 4. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
4:54
Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp. Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5: 1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir. 2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. 3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan. 4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna. 5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.