Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp.
Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5:
1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir.
2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni.
3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan.
4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna.
5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.
¿Es una traducción de algún traductor? Está escrito fatal.
12.01.2025 - 20:33