Hvernig á að prjóna laskalínu í stykki prjónað neðan frá og upp

Tags: hringprjónar, jakkapeysur, kjólar, laskaúrtaka, peysur,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum laskalínu á peysu prjónuð neðan frá og upp. Það eru margar aðferðir við að fækka lykkjum fyrir laskalínu, en í þessu myndbandi sýnum við einfalda aðferð þar sem lykkjum er fækkað á undan og á eftir prjónamerkjum (prjónamerkin eru í skiptingunni á milli fram-/bakstykkis og erma). Fækkað er um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig:
Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir fyrir prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt, prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Endurtakið við öll hin prjónamerkin sem eftir eru (= 8 lykkjur færri). Í næstu umferð er prjónað slétt yfir allar lykkjur, síðan er prjónuð umferð þar sem lykkjum er aftur fækkað fyrir laskalínu. Hversu oft það er gert verður þú að lesa í mynstrinu sjálfu.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur með þessari úrtöku fyrir laskalínu eða svipuð mynstur með því að smella á myndirnar að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (2)

Cindy 07.10.2021 - 10:26:

Dus de mindering vindt plaats om de andere naald en niet elke 4e naald?

DROPS Design 19.10.2021 - 15:16:

Dag Cindy,

Deze video is een voorbeeld om te laten zien hoe je moet minderen voor de raglan. Bij het betreffende patroon wat je aan het breien bent staat aangegeven hoe vaak je moet minderen en om de hoeveel naalden.

Agnieszka 01.10.2021 - 11:03:

Dziękuję bardzo!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.