DROPS Super Sale - 30% AFSLÁTTUR á 4 tegundum af ullargarni!

Hvernig á að setja ermar (prjónaðar fram og til baka) saman við fram- og bakstykki

Þú gætir líka haft gaman af...

Video thumbnail for Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
4:54
Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp. Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5: 1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir. 2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. 3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan. 4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna. 5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.

Video thumbnail for Hvernig á að auka út í berustykki á stykki með axlarsæti
5:50
Hvernig á að auka út í berustykki á stykki með axlarsæti

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum í berustykki á stykki með axlarsæti með því að auka út um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki 4 sinnum í sömu umferð = 8 lykkjur fleiri í 1 umferð. Þessi útauknings aðferð er m.a. notuð í «Country Muse» peysu í DROPS 216-40 og «Country Muse Cardigan» jakkapeysu í DROPS 216-39. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsmáli, útaukningu fyrir axlarsæti og útaukningu fyrir ermar á peysu og byrjum myndbandið á að færa til prjónamerkin fyrir útaukningu fyrir ermar að lykkjum sem auka á út framan við og aftan við, fyrir berustykki. Aukið út framan við og aftan við lykkjur með prjónamerki þannig: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjuboga, prjónið lykkju með prjónamerki í sléttprjóni eins og áður, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við lykkju með prjónamerki í). Peysan í DROPS 216-40 og peysan í DROPS 216-39 eru prjónaðar úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.