Hvernig á að prjóna uppslátt mismunandi til að hann leggist til hægri eða vinstri

Keywords: axlarsæti, evrópsk öxl, hringprjónar, húfa, jakkapeysa, laskalína, mynstur, ofan frá og niður, peysa, poncho,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum uppslátt á mismunandi hátt þannig að annað hvort leggst uppslátturinn til hægri eða til vinstri, eins og er gert í húfunni í DROPS 234-12.
Við sýnum 1 umferð þar sem uppslátturinn er prjónaður slétt, eftir það 2 umferðir þar sem við prjónum uppsláttinn brugðið. Uppslátturinn er prjónaður þannig:
Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn í aftari lykkjubogann, lykkjan snýr til vinstri. Það á ekki að myndast gat!
Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Takið uppsláttinn af prjóni og setjið til baka yfir á prjóninn í gagnstæða átt og prjónið uppsláttinn í fremri lykkjubogann, lykkjan snýr til hægri. Það á ekki að myndast gat!
Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í stroffprjón 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið – þ.e.a.s. í 2 fyrstu skiptunum sem aukið er út eru lykkjurnar prjónaðar slétt, í 2 næstu skiptum er prjónað brugðið.
Húfan í DROPS 234-12 er prjónuð úr DROPS Karisma, en í myndbandinu notum við grófara garn: DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Tove Juhl wrote:

Galatea Drops design Når jeg har strikket A1 en gang og afsluttet med 10 masker og skal starte igen med 4 masker Hvordan gøres det?

14.10.2022 - 10:49

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.