Hvernig á að hekla blóm með pufflykkjum
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum blóm með ananaslykkjum / pufflykkjum. Þetta litla blóm er einfalt og auðvelt að gera og er tilvalið til skreytinga! Heklið þannig:
Heklið 4 loftlykkjur og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju.
UMFERÐ 1: Heklið 3 loftlykkjur og eftir það 11 stuðla um loftlykkjuhringinn (= 12 stuðlar). Endið á 1 keðlulykkju í þriðju loftlykkju.
UMFERÐ 2: ** 2 loftlykkjur, * bregðið þræðinum um heklunálina, stingið heklunálinni í gegnum keðlulykkju undir 2 loftlykkjur, dragið þráðinn í gegn *, endurtakið 2 sinnum til viðbótar = 7 loftlykkjur á heklunálinni (lykkjurnar á heklunálinni eiga að vera lausar, ca sama hæð og 2 loftlykkjur). Bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í gegnum næstu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, endurtakið 2 sinnum til viðbótar = alls 13 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum í síðasta skipti um heklunálina og dragið í gegnum allar lykkjur á heklunálinni. 2 loftlykkjur og 1 keðjulykkja í næstu lykkju. ** Endurtakið frá **-** 5 sinnum til viðbótar = 6 pufflykkjur/blöð á blómi. Klippið frá og festið enda. Þetta blóm er heklað úr DROPS Snow.