Hvernig á að fækka um 4 lykkjur í tveggja lita klukkuprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum um 4 lykkjur = lyftið fyrstu lykkjunni og uppsláttinn yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, lyftið brugðnu lykkjunni laust yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, setjið næstu lykkju og uppsláttinn á hjálparprjón framan við stykkið, prjónið næstu lykkju á vinstri prjón brugðið, lyftið lausu brugðnu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna sem var prjónuð, setjið síðan þessa lykkju til baka á vinstri prjón, lyftið næstu lykkju og uppslátt yfir lykkjuna sem var sett til baka á vinstri prjón, lyftið þessari lykkju yfir á hægri prjón, lyftið fyrstu lykkjunni og uppslættinum yfir þessa lykkju, setjið til baka lykkju og uppslátt frá hjálparprjóni á vinstri prjón, lyftið lykkjunni á hægri prjón til baka á vinstri prjón, lyftið að lokum lykkjunni og uppslættinum (sem sat á hjálparprjóni) yfir síðustu lykkjuna sem var sett á vinstri prjón og lyftið að auki þeirri lykkju sem eftir eru yfir á hægri prjón (= 4 lykkjur færri). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.
Door deze video op YouTube te kijken kon ik hem vertraagd afspelen,dan snap je veel sneller de bedoeling
14.07.2019 - 12:41