Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum 1 lykkju slétt undir næstu lykkju og hvernig við aukum út um 4 lykkjur í einu og sömu lykkjuna. Þessi mynsturteikning er sótt frá DROPS 201-40, en sama aðferð er notuð í nokkrum öðrum mynstrum. Við byrjum myndbandið með því að sýna hvernig við prjónum mynsturteikningu A.1 og þá sérstaklega hvernig við prjónum 1 lykkju slétt í lykkjuna undir næstu lykkju og köllum þessa fyrir klukkuprjónslykkju. Við sýnum 1. umferð af A.1 4 sinnum. Í 2. umferð á mynsturteikningunni eru allar lykkjurnar prjónaðar brugðið. Þegar A.2 hefur verið prjónað sýnum við hvernig 5 lykkjur eru prjónaðar í klukkuprjónslykkjuna þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, en bíðið með að steypa lykkjunni af prjóninum, * sláið 1 sinni uppá hægri prjóninn, prjónið sömu lykkju slétt án þess að steypa henni af vinstri prjóni *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, sleppið síðan eftir það lykkjunni af vinstri prjóni = 5 lykkjur (þ.e.a.s. 4 lykkjur fleiri). Eftir það sýnum við hvernig mynsturteikning A.3 er prjónuð.
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þetta garn er frekar þykkt, en ef prjónað er með fínna garni þá kemur útaukningin í klukkuprjónslykkjunni að verða betri.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Mynstur þar sem þessi aðferð er notuð
Pour faire un point particulier
11.02.2024 - 16:56Livrez vous en Grece
16.11.2020 - 13:26DROPS Design :
Bonjour Mme Cilli, merci de bien vouloir contacter nos différents magasins DROPS en France pour connaître leurs conditions d'expéditions en Grèce ou bien retrouvez ici, les magasins DROPS en Grèce. Bon tricot!
16.11.2020 - 16:28Når A1 er strikket færdigt slutter det på en omgang kun med vrang. Når A2 starter på videoen ser det ud som om patentmasken er strikket ret på forrige omgang. Skal jeg så ikke slutte A1 med vrangmasker på hele omgangen.
18.07.2019 - 16:57DROPS Design :
Hej Sheila, du er nødt til at følge opskriften for at få det rigtigt. God fornøjelse!
02.08.2019 - 15:17