Hvernig á að hekla vefnaðarmynstur
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum vefnaðarmynstur. Við sýnum mynstur með áferð sem er fallegt að nota til skrauts á mörgum verkefnum með hekli. Byrjið á að hekla loftlykkjuband með sléttum fjölda loftlykkja. Heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið * 1 loftlykkju, hoppið yfir 1 loftlykkju á loftlykkjubandinu, heklið 1 fastalykkju í næstu loftlykkju, endurtakið frá *-* út umferðina, snúið við.
UMFERÐ 1: Heklið 1 loftlykkju, hoppið yfir 1. fastalykkju, heklið * 1 fastalykkju í loftlykkjubogann, 1 loftlykkja, hoppið yfir 1 fastalykkju, endurtakið frá * út umferðina, endið umferðina á 1 fastalykkju í 1. loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar, snúið við. Endurtakið umferð 1 fyrir mynstur. Gott er að þegar haldið er áfram að stinga alltaf heklunálinni á milli lykkja, sem líta út eins og v frá fyrri umferð.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.