Hvernig á að hekla skáhallandi pufflykkjur
Í þessu myndbandi sýnum við hvernig hægt er að hekla skáhallandi pufflykkjur. Fitjið upp fjölda lykkja með oddatölu + 2 loftlykkjur. Í myndbandinu höfum við 13 + 2 loftlykkjur
UMFERÐ 1: Stingið heklunálinni í 3. loftlykkju frá heklunálinni, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni.
Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju = 1. pufflykkja. * Hoppið yfir 1 lykkju, stingið heklunálinni í næstu lykkju og sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar, heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur. Snúið.
UMFERÐ 2: Skiptið um lit, heklið 2 loftlykkjur. * Stingið heklunálinni í 1. lykkju á pufflykkjunni frá fyrri umferð, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið nálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn, bregðið þræðinum um heklunálina og stingið heklunálinni inn í sömu lykkju, sækið þráðinn og dragið þráðinn í gegn = 6 lykkjur á heklunálinni. Bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 6 lykkjurnar og heklið 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* út umferðina = 7 pufflykkjur sem snúa í gagnstæða átt. Snúið.
UMFERÐ 3: Skiptið um lit og endurtakið umferð 2 að óskaðri lengd.
Við notum DROPS Snow garn í þessu myndbandi.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.