Hvernig á að prjóna Pebble mynstur

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum einfalt áferðamynstur, sumir kalla það «Pebble» mynstur. Fitjið upp fjölda lykkja sem er deilanlegur með 2, við höfum fitjað upp 16 lykkjur + 1 kantlykkju í hvorri hlið (sem er prjónuð slétt í hverri umferð) = 18 lykkjur.
UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið slétt.
UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið brugðið.
UMFERÐ 3: Prjónið 1 kantlykkju, prjónið 2 og 2 lykkjur slétt saman út umferðina, 1 kantlykkja.
UMFERÐ 4: Prjónið 1 kantlykkju, * 1 lykkja slétt, prjónið 1 lykkju slétt í bilið á milli lykkja á prjóni, endurtakið frá *-* út umferðina, 1 kantlykkja.
Endurtakið umferð 1-4 að óskaðri lengd. Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.

Tags: áferð,

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.