Hvernig á að hekla stuðla í hring og jafnframt því að fá beina línu meðfram byrjun á umferð og í lok

Keywords: gott að vita, hringur, húfa, karfa, marglitt, peysa, púði, rendur, taska, vettlingar,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fáum beina línu meðfram byrjun á umferð og lok umferðar. Heklað er í hring en til skiptis frá réttu og frá röngu, þ.e.a.s. stykkinu er snúið við eftir hverja umferð. Ef heklað er í hring frá réttu kemur línan meðfram byrjun á umferð og lok umferðar að verða aðeins ská hallandi (sjá prufu til hægri í byrjun á myndbandi). Við heklum einnig rendur og til að fá fallega skiptingu við litaskipti, er keðjulykkjan hekluð í lok umferðar með litnum sem á að nota í næstu umferð. Hver umferð með stuðlum byrjar með 3 loftlykkjum. Þessar 3 loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðul í umferð. Umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun á umferð. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Anne Roget wrote:

Bonjour, j\'envisage de crocheter le snood Blue Philip pour enfants en plusieurs couleurs : il se crochète en mailles serrées. La façon de faire est la même que pour un travail avec des brides? Merci de votre réponse et pour les jolis modèles que vous proposez, Anne Roget

30.11.2023 - 16:21

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Roger, effectivement, on va procéder de la même façon car ce snood se crochète en rond, mais alternativement sur l'endroit et sur l'envers. Bon crochet!

01.12.2023 - 08:47

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.