Hvernig á að hekla lítið blóm í DROPS 148-30
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við heklum einfalt en fallegt blóm sem notað er í tátiljum í DROPS 148-30. Heklið 4 loftlykkjur og tengið í hring með einni keðjulykkju.
UMFERÐ 1: 1 loftlykkja, 10 fastalykkjur um hringinn, endið á 1 keðjulykkju í 1. fastalykkju.
UMFERÐ 2: Heklið * 4 loftlykkjur, 1 stuðull í 1. loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 1 fastalykkju, heklið 1 keðjulykkju í næstu fastalykkju *, endurtakið frá *-* 4 sinnum til viðbótar (alls 5 sinnum) – þegar endurtekið er í síðasta skiptið er hekluð 1 keðjulykkja í 1. loftlykkju frá byrjun umferðar = 5 blöð. Þessar tátiljur eru heklaðar úr DROPS Fabel, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.