Evrópskt berustykki 3/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna evrópskt berustykki og þegar fram- og bakstykki hefur verið prjónað í óskaða lengd, eru lykkjur prjónaðar upp fyrir ermar og öll þessi stykki eru prjónuð samtímis. Á sama tíma er haldið áfram að auka út fyrir hálsmáli og ermar, síðan við framstykki og bakstykki. Þegar útaukningu fyrir hálsmál er lokið, fitjið upp lykkjur á milli framstykkja og stykkið er prjónað í hring.
Prjónið þannig:
UMFERÐ 1 (= rétta): Byrjið frá réttu með lykkjum frá vinstra framstykki/öxl: prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru á vinstra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið 11 lykkjur slétt meðfram hlið vinstra framstykki, setjið 1 merki, prjónið slétt yfir lykkjur frá bakstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið upp 11 lykkjur meðfram hlið hægra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið slétt yfir lykkjur frá hægra framstykki þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið síðustu 3 lykkjur slétt.
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur brugðið (sýnum aðeins byrjun og endi).
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið að fyrsta merki (= vinstra framstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið fram að næsta merki (= bakstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið slétt út umferðina (= hægra framstykki), síðan endar umferðin með að fitjaðar eru upp 13 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar.
Stykkið er síðan prjónað í hring.
UMFERÐ 1: Prjónið slétt yfir allar lykkjur (þessi umferð er ekki sýnd).
UMFERÐ 2: Prjónið slétt yfir allar lykkjur og aukið út um 2 lykkjur fyrir hvora ermi eins og áður, lykkjum fjölgar á hvorri ermi, lykkjufjöldi á fram- og bakstykki helst óbreyttur.
Prjónið þessar 2 umferðir 8 sinnum.
LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1:
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann.
AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu:
Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann.
Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes
Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.
Asegúrate de tener instalada la versión más reciente de Adobe Flash Player. También necesitas tener habilitado Javascript. En el márgen izquierdo de esta página te damos el link para que puedas actualizarlo.
10.09.2011 - 20:04