Þú gætir líka haft gaman af...

8:41
Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju utan um prjóninn

German short rows= Stykkinu er snúið mitt í umferð. Með því að prjóna stuttar umferðir þá myndast lítið gat - hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German short row. Umferð 1 (= rétta): Prjónið fram að þeim stað sem snúa á stykkinu, snúið, þegar prjónað er áfram þá myndast lítið gat við snúninginn – það er hægt að loka þessu gati þannig: Umferð 2 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju (með einni lykkju og einum þræði yfir prjóninn). Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Umferð 3 (= rétta): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjunni þannig að þráðurinn sem var lagður yfir prjóninn og lykkjuna er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Umferð 4 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan stykkið að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið á þræðinum vel áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem var lagður yfir prjóninn og lykkjuna er prjónað brugðið saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu. Snúið stykkinu. Endurtakið 3. og 4. umferð. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þessi aðferð er notuð í mörgum af mynstrunum okkar – Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

5:17
Hvernig á að prjóna German Short Rows - með tvöfaldri lykkju fram og til baka

German short rows = Stykkinu er snúið mitt í umferð. Stykkinu er snúið mitt í umferð. Með því að prjóna stuttar umferðir þá myndast lítið gat - hægt er að loka þessu gati með því að herða á þræði eða nota aðferðina German short row. Umferð 1 (rétta): Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á stykkinu, snúið, þegar prjónað er áfram verðu lítið gat við snúninginn – hægt er að loka þessu gati þannig: Umferð 2 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju (lykkja og þráður yfir prjóninum). Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 3 (= rétta): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Umferð 4 (= ranga): Lyftið 1. lykkju af vinstri prjóni eins og prjóna eigi brugðið, hafið þráðinn fyrir framan að þér, leggið þráðinn yfir hægri prjón og herðið vel á endanum áður en næsta lykkja er prjónuð = fyrsta lykkja á hægri prjóni hefur nú orðið að tvöfaldri lykkju. Prjónið fram að tvöföldu lykkjunni frá fyrri umferð og prjónið tvöföldu lykkjuna þannig að þráðurinn sem liggur yfir prjóninum og lykkjan er prjónað slétt saman = 1 lykkja. Prjónið fram að þeim stað þar sem snúa á við. Snúið stykkinu. Endurtakið umferð 3. og 4. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

13:07
Hvernig á að prjóna ermi í flík með evrópskri öxl með stuttum umferðum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur fyrir ermi, prjónaðar eru stuttar umferðir, lykkjum fækkað undir ermi, lykkjur auknar út á undan stroffi, skipt er yfir í styttri prjón og smá brot af affellingu (fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur). Setjið 1 prjónamerki efst í handvegi (ATH! Ekki þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, en nokkra cm neðar á framstykki, þetta er mitt ofan á öxl). Byrjið mitt í nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp þann fjölda lykkja sem stendur í mynstri hringinn í handvegi – passið uppá að prjónaðar séu upp jafnmargar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. Prjónið sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að ermin passi betur og fái betra form. Eftir það er prjónað í hring með úrtöku undir ermi. Fylgið útskýringu í mynstri hvernig stuttar umferðir eru prjónaðar, hversu mörgum sinnum úrtaka er gerð, hversu lengi á að prjóna ermina fyrir stroff. Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

9:57
Hvernig á að prjóna tvöfalt V-hálsmál með 2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfalt V-hálsmál. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring, en við sýnum einungis hluta um hvað gerist á framstykkinu. Við sýnum: 1) Tími: 00.04-01.36. Hvernig 2 miðjulykkjurnar eru settar á prjón og prjónaðar slétt, jafnframt því sem lykkjur eru teknar upp í kringum hálsmál. Setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja (= miðjulykkjur sem alltaf eru prjónaðar slétt). Það eru teknar upp 2 lykkjur fleiri á vinstri hlið en á þeirri hægri og stillið lykkjufjöldann af þannig að hann sé deilanlegur með 4. 2) Tími: 01:37 -03:12. Nú er prjónað stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið), teljið frá miðjulykkjum og til baka að byrjun þannig að stroffið geti byrjað þannig að það verða 2 lykkjur brugðið á undan 2 miðjulykkjum sem eru prjónaðar slétt. Þegar 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki eru þessar 2 lykkjur prjónaðar slétt saman, (einnig ef önnur lykkjan eigi að vera brugðin lykkja). Lyftið næst 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur slétt mitt að framan, prjónið 1 lykkju brugðið og haldið áfram með stroff (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið). Stroffið á að vera alveg eins hvoru megin við miðjulykkjurnar. 3) Tími: 03:13 -04:10. Fækkið lykkjum einnig svona í næstu umferð. Yfir 6 miðjulykkjurnar verða þá bara sléttar lykkjur. 4) Tími: 04:12 -04:29. Haldið áfram með stroffprjón og úrtöku að uppgefnu máli. 5) Tími: 04:30-05:52. Prjónið 1 umferð stroffprjón án þess að fækka lykkjum við prjónamerki, hér á síðar að brjóta uppá kantinn í hálsmáli þannig að hann verði tvöfaldur. 6) Tími: 05:54-08:21. Nú á að auka út hvoru megin við miðjulykkjurnar í hverri umferð þannig: Prjónið stroff eins og áður fram þar til 1 lykkja er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (miðjulykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið stroff eins og áður út umferðina, uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð. 7) Tími: 08:25-09:06. Þegar stykkið hefur náð réttu máli, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. 8) Tími: 09:10-09:38. Brjótið kant í hálsmáli inn og festið affellingarkantinn með nokkrum sporum að innanverðu á flíkinni þannig að hálsmálið liggi fallega. 9) Tími: 09:39-09:56. Tilbúið tvöfalt prjónað V-hálsmál. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.