DROPS Children 49 · Fullt af nýrri hönnun fyrir börn!

Hvernig á að prjóna garðaprjón yfir nokkrar lykkjur í hring á hringprjón

Þú gætir líka haft gaman af...

Video thumbnail for Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
4:54
Evrópskt berustykki - stutt yfirlit. Hálsmál er lokið, ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við stutt yfirlit yfir hvernig á að prjóna flík með evrópsku berustykki, þar sem hálsmáli er lokið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp. Flíkin er prjónuð samkvæmt leiðbeiningum 1-5: 1) BAKSTYKKI: Fitjið upp lykkjur fyrir aftan við hnakka í hálsmáli og prjónið bakstykkið ofan frá og niður, á sama tíma og aukið er út í hvorri hlið þar til réttum fjölda lykkja í axlarbreidd hefur verið náð. Bakstykkið er með örlítið skáhallar axlir. 2) FRAMSTYKKI: Framstykkið er prjónað í 2 stykkjum (= hvoru megin við hálsmál). Byrjið á því að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, prjónið framstykkið ofan frá og niður á sama tíma og aukið er út fyrir hálsmáli. Endurtakið á hinni öxlinni. 3) BERUSTYKKI: Í næstu umferð eru allar lykkjur settar á sama hringprjón - prjónið þannig: Prjónið annað framstykkið, prjónið upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið framstykkis, prjónið bakstykkið, prjónið upp upp lykkjur fyrir ermi meðfram hlið á hinu framstykkinu, prjónið hitt framstykkið = prjónið áfram berustykkið fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan. 4) ÚTAUKNING FYRIR HÁLSMÁL, FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Samtímis sem berustykkið er prjónað, þá er byrjað á að auka aðeins út fyrir hálsmáli og ermar og eftir það fyrir bæði fram- og bakstykki og ermar. Jafnframt eftir síðustu útaukningu fyrir hálsmáli eru framstykkin sett saman við miðju að framan og stykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna. 5) FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR: Þegar öll útaukning er lokið og berustykki hefur verið prjónað í rétta lengd er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna ofan frá og niður á meðan ermar eru látnar bíða.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki 4/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
10:39
Evrópskt berustykki 4/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að auka út fyrir ermar og fram- og bakstykki þegar prjónað er evrópskt berustykki, og jafnframt fitja upp lykkjur undir hvorri ermi. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka og berustykkið er í réttri lengd, er því skipt fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað áfram í hring á hringprjóna, ofan frá og niður, á meðan ermar bíða. Prjónið þannig: UMFERÐ 1: Prjónið allar lykkjur slétt (við sýnum aðeins byrjun og endi þessarar umferðar). UMFERÐ 2: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á undan fyrsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta merki, aukið út til hægri, prjónið 2 lykkjur slétt, færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið slétt yfir lykkjur á ermi, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið 2 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, prjónið slétt út umferðina (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- bakstykki og erma = alls 8 lykkjur fleiri). Endurtakið þessar 2 umferðir eins oft og fram kemur í uppskriftinni. Stykkið mælist nú X cm mælt miðja vegu niður á ermi þaðan sem lykkjur voru prjónaðar upp og þegar peysan er brotin saman tvöfalt á öxl mælist stykkið x cm yst meðfram handvegi. Prjónið þar að fyrsta merki (= skipting á milli framstykkis og vinstri öxl). Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar og nýjar lykkjur fitjaðar upp undir ermi. Lestu í uppskriftinni hversu margar lykkjur á að setja á þráð, hversu margar lykkjur á að fitja upp undir erminni og hvernig á að halda áfram að prjóna. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann. Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki 3/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
15:23
Evrópskt berustykki 3/4 - Hálsmálið er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna evrópskt berustykki og þegar fram- og bakstykki hefur verið prjónað í óskaða lengd, eru lykkjur prjónaðar upp fyrir ermar og öll þessi stykki eru prjónuð samtímis. Á sama tíma er haldið áfram að auka út fyrir hálsmáli og ermar, síðan við framstykki og bakstykki. Þegar útaukningu fyrir hálsmál er lokið, fitjið upp lykkjur á milli framstykkja og stykkið er prjónað í hring. Prjónið þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Byrjið frá réttu með lykkjum frá vinstra framstykki/öxl: prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið slétt yfir þær lykkjur sem eftir eru á vinstra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið 11 lykkjur slétt meðfram hlið vinstra framstykki, setjið 1 merki, prjónið slétt yfir lykkjur frá bakstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið upp 11 lykkjur meðfram hlið hægra framstykki, setjið 1 merki á prjóninn, prjónið slétt yfir lykkjur frá hægra framstykki þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út til hægri (lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 að neðan), prjónið síðustu 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið allar lykkjur brugðið (sýnum aðeins byrjun og endi). UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið að fyrsta merki (= vinstra framstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið fram að næsta merki (= bakstykki), færið merkið yfir á hægri prjón, aukið út til vinstri, prjónið 11 lykkjur slétt, aukið út til hægri, færið merkið yfir á hægri prjón, prjónið slétt út umferðina (= hægra framstykki), síðan endar umferðin með að fitjaðar eru upp 13 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar. Stykkið er síðan prjónað í hring. UMFERÐ 1: Prjónið slétt yfir allar lykkjur (þessi umferð er ekki sýnd). UMFERÐ 2: Prjónið slétt yfir allar lykkjur og aukið út um 2 lykkjur fyrir hvora ermi eins og áður, lykkjum fjölgar á hvorri ermi, lykkjufjöldi á fram- og bakstykki helst óbreyttur. Prjónið þessar 2 umferðir 8 sinnum. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann. Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes Þú þarft líka að lesa uppskriftina sem þú ert að prjóna eftir fyrir réttan lykkjafjölda. Uppskriftir með þessari tækni og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki 2/4 - Axlir - Hálsmál er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp
11:35
Evrópskt berustykki 2/4 - Axlir - Hálsmál er tilbúið eftir að ermalykkjur hafa verið prjónaðar upp

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna upp lykkjur meðfram öxlum á bakstykki þegar prjónað er evrópskt berustykki – hálsmálið er tilbúið eftir að lykkjur fyrir ermar hafa verið prjónaðar upp. Bæði framstykkin eru prjónuð hvoru megin við hálsmálið. Við sýnum hvernig á að prjóna upp 1 kantlykkju + 14 lykkjur meðfram hægri öxl á bakstykki og sléttprjón. Þegar stykkið mælist 7 cm er aukið út fyrir hálsmáli, sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 til hægri, sjá að neðan. Við sýnum útaukninguna 2 sinnum og í lok síðustu umferðar fellum við af síðustu lykkjuna (fækkað um kantlykkju). Síðan eru hægri axlalykkjurnar settar á þráð og lykkjur prjónaðar upp fyrir vinstri öxl og prjónað er á sama hátt, nema gagnstætt (lesið mynstur). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna brugðið í aftari lykkjubogann. Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes Uppskriftir með þessari aðferð og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.

Video thumbnail for Evrópskt berustykki 1/4 - Bakstykki
6:56
Evrópskt berustykki 1/4 - Bakstykki

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig á að prjóna bakstykkið á flík með evrópsku berustykki. Hálsmálið er tilbúið eftir að lykkjur fyrir berustykkið eru prjónaðar upp. Við sýnum hvernig á að auka út lykkjur fyrir axlir. Fitjið upp lykkjur fyrir aftan hálsmálið og prjónið berustykkið fram og til baka, ofan frá og niður, á meðan aukið er út í hvorri hlið þar til fjöldi lykkja fyrir óskaða axlabreidd er náð. Bakstykkið hefur örlítið skálaga axlir. Við sýnum 4 útaukningarumferðir þannig: UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, prjónið 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið brugðið þar til 3 lykkjur eru eftir, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR 3. UMFERÐ: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 7 sinnum. Klippið frá, setjið lykkjurnar á þráð eða hjálparprjón. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI - frá réttu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn aftan frá og prjónaðu lykkjuna brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notaðu vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja af prjóni fyrir neðan, taktu upp þráðinn að framan og prjónaðu lykkjuna brugðið í aftari lykkjubogann. Garn sem við notum í myndbandinu: DROPS Andes Uppskriftir með þessari aðferð og viðeigandi myndbönd, sjá hér að neðan.