Hvernig á að auka út í berustykki á stykki með axlarsæti
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum í berustykki á stykki með axlarsæti með því að auka út um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki 4 sinnum í sömu umferð = 8 lykkjur fleiri í 1 umferð. Þessi útauknings aðferð er m.a. notuð í «Country Muse» peysu í DROPS 216-40 og «Country Muse Cardigan» jakkapeysu í DROPS 216-39. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsmáli, útaukningu fyrir axlarsæti og útaukningu fyrir ermar á peysu og byrjum myndbandið á að færa til prjónamerkin fyrir útaukningu fyrir ermar að lykkjum sem auka á út framan við og aftan við, fyrir berustykki. Aukið út framan við og aftan við lykkjur með prjónamerki þannig: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjuboga, prjónið lykkju með prjónamerki í sléttprjóni eins og áður, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferð að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri hvoru megin við lykkju með prjónamerki í). Peysan í DROPS 216-40 og peysan í DROPS 216-39 eru prjónaðar úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
Vielen Dank für das Video und alle anderen Videos. Sie sind wunderbar gezeigt und für mich ist keine weitere Hilfe nötig. Ich habe viel Spaß an eurer Seite Daumen hoch :-)
17.10.2023 - 15:15