Hvernig á að auka út fyrir ermar á stykki með axlarsæti

Tags: axlarsæti, jakkapeysur, kragar, ofan frá og niður, peysur, sléttprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út fyrir ermi á stykki með axlarsæti með því að auka út um 2 lykkjur í hvorri ermi. Þessi útauknings aðferð er m.a. notuð í «Country Muse» peysu í DROPS 216-40 og «Country Muse Cardigan» jakkapeysu í DROPS 216-39. Við höfum nú þegar prjónað kant í hálsi og útaukningu fyrir axlarsæti á peysu og byrjum myndbandið á að færa til prjónamerkin fyrir axlarsæti þar sem auka á út lykkjum fyrir ermar. Aukið svona út á undan 1. og 3. prjónamerki: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og prjónaður slétt í fremri lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri). Aukið svona út á eftir 2. og 4. prjónamerki: Notið vinstri prjón og takið upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjuboga (= 1 lykkja fleiri).
Næsta umferð er prjónuð slétt. Ef þetta er jakkapeysa þá er næsta umferð prjónuð brugðið frá röngu. Fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami, einungis er aukið út á ermum. Peysan í DROPS 216-40 og peysan í DROPS 216-39 eru prjónaðar úr DROPS Lima, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Athugasemdir (1)

Gitte Stig 30.10.2020 - 18:14:

I opskriften står der under “udtagning ærme”, at man tager maske ud EFTER 1. og 3. mærke. I videoen ovenfor står der udtagning FØR 1. og 3. mærke. Mon ikke opskriften er rigtig?

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.