Hvernig á að prjóna fram- og bakstykki aftur saman í klukkuprjóni

Keywords: axlarsæti, jakkapeysa, klukkuprjón, ofan frá og niður, peysa, vesti,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum saman stykki aftur í klukkuprjóni eftir að fellt hefur verið af fyrir handveg, eins og í Mountain Moraine vesti í DROPS 210-4. Við erum með færri fjölda lykkja en sem stendur í mynstri. Prjónið framstykki samkvæmt mynsturteikningu A.1a (garðaprjóns lykkjur eru prjónaðar nú eins og 1. lykkja í A.1a), fitjið upp nýjar lykkjur undir 1. ermi, prjónið bakstykki samkvæmt sömu mynsturteikningu, fitjið upp nýjar lykkjur undir 2. ermi / í lok umferðar. Eftir það er prjónað A.1a yfir allar lykkjur, hringinn. Í fyrstu umferð eru nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi prjónaðar í mynstri án uppsláttar. Vesti í DROPS 210-4 er prjónað úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Athugasemdir (1)

Natasza Dimmock wrote:

On the pattern City Streets 210-17 in Size M. After binding off for the armhole openings, and starting the back, do I knit 2 rows without binding off (since there is no 3 stitch bind off in size M) or do I bind off 2 stitches (2 times)when I begin the back?

18.12.2022 - 21:58

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.