Hvernig á að skipta framstykki og bakstykki og fella af fyrir axlalykkjum í klukkuprjóni
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við skiptum framstykki / bakstykki og hvernig við fellum af fyrir axlalykkjum, eins og í vestum í DROPS 210-4 og 217-13. Í peysunni 217-14 eru lykkjur ekki felldar af fyrir handveg, en axlalykkjurnar eru settar á þráð. Við höfum færri fjölda lykkja en sem stendur i uppskrift. Byrjið mitt að aftan og prjónið þann fjölda lykkja sem stendur í mynstri, við prjónum 13 lykkjur í klukkuprjóni, 1 lykkju slétt (garðaprjóns lykkja), eftir það fellum við af lykkjur fyrir 1. handveg (uppslátturinn fyrir klukkuprjóns lykkjur eru felldar af eins og eigin lykkja, svo að kanturinn verði ekki stífur). Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni (þessa lykkju hefur þú nú þegar á hægri prjóni). Prjónið klukkuprjónsmynstur yfir framstykki, 1 lykkja garðaprjón, fellið af fyrir 2. handveg, 1 lykkja garðaprjón og klukkuprjónsmynstur út umferðina. Klippið þráðinn frá og látið lykkjurnar fyrir framstykki hvíla á prjóni. Prjónið frá réttu (lykkjurnar eru nú færðar yfir á vinstri hlið á prjóni). Prjónið frá réttu þannig: 1 lykkja garðaprjón, A.4 þar til 1 lykkja er eftir og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið svona fram og til baka þar til réttu máli á mynstri hefur verið náð (passið uppá að síðasta umferðin sé frá röngu). Prjónið framstykki alveg eins og bakstykki (lykkjurnar eru færðar yfir á vinstri prjón). Vestin í DROPS
210-4 og 217-13 eru prjónuð úr DROPS Air, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.
On the pattern City Streets 210-17 in Size M. After binding off for the armhole openings, and starting the back, do I knit 2 rows without binding off (since there is no 3 stitch bind off in size M) or do I bind off 2 stitches (2 times)when I begin the back?
18.12.2022 - 21:58