DROPS Alpaca Party - 13 tegundir af alpakka garni á afslætti í allan október!

Hvernig á að auka út í prjóni

Lærðu hvernig á að bæta við lykkjum til að móta flíkurnar þínar með kennslumyndböndum okkar með aðferðum við útaukningu. Hvort sem þú ert að gera ermar með laskalínu eða hringlaga berustykki, munum við leiðbeina þér í gegnum ýmsar leiðir til að fella útaukninguna óaðfinnanlega inn í prjónverkefnin þín.

Myndbönd: 51
10:43
Hvernig á að auka út og merkja útauknar lykkjur með prjónamerkjum í klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út og merkjum útauknar lykkjur með mismunandi litum, eins og gert er í peysunni «Cheers to Lift» í DROPS 212-28. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ FJÓLUBLÁUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, færið fjólubláa prjónamerkið að þessari lykkju (þ.e.a.s. lykkju á hægri prjóni), en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í fyrstu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. AUKIÐ SVONA ÚT LYKKJUR MEÐ GRÆNUM PRJÓNAMERKJUM: Prjónið 3 lykkjur í lykkjuna og uppsláttinn og færið prjónamerkið þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að sleppa lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var í af vinstri prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón og prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar og færið græna prjónamerkið að þessari lykkju = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónamerkið situr í síðustu útauknu lykkjunni (= slétt lykkja). Í næsta skipti sem aukið er út er aukið út í lykkju með prjónamerki. Í næstu umferð eru prjónaðar 3 lykkjur inn í klukkuprjóns mynstri þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið. Síðan er prjónað áfram í klukkuprjóns mynstri. Þessi peysa er prjónuð úr DROPS Brushed Alpaca Silk og DROPS Glitter, en í myndbandinu notum við DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.