Hvernig á að prjóna evrópska öxl með útaukningu fyrir handveg - Framstykki

Keywords: engin samsetning, evrópsk öxl, hringprjónar, jakkapeysa, ofan frá og niður, peysa, sléttprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum upp lykkjur meðfram vinstri öxl á bakstykki og prjónum vinstra framstykki. Við sýnum hvernig auka á út fyrir hálsmáli eftir 3 fyrstu lykkjur frá réttu. Eftir það er prjónað fram og til baka og aukið út fyrir hálsmáli að uppgefnum lykkjufjölda og máli í mynstri. Þráðurinn er klipptur frá og lykkjur settar á þráð / lykkjuhaldara.
Síðan er framstykkið prjónað á sama hátt, en aukið er út fyrir hálsmáli í lok umferðar frá réttu og aukið er út á undan síðustu 3 lykkjum. En eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu.
Lykkjur eru auknar út frá réttu þannig:
Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp framan frá og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann.
Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp aftan frá og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann.
Í þessu myndbandi prjónum við með 2 garntegundum, DROPS Lima litur nr 9029 salvíu grænn og DROPS Kid-Silk litur nr 45, mjúk mynta og prjón 5 mm.
Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú getur séð viðeigandi mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Athugasemdir (1)

Hson wrote:

I rubriken står Ökning till Ärmhål, men i texten ökning till Halskant. Hur ska jag tänka, blir det någon skillnad med ökningarna?

27.03.2024 - 09:12

DROPS Design answered:

Hei Hson. I begynnelsen av denne leksjonene øker man til halsen og senere (neste leksjon) vil man øke til ermhull. Leksjonene til Europeisk skulder henger sammen, men vi skal se på om vi kan tydeliggjøre teksten bedre :) Bare følg teksten under videoen (eller teksten i den oppskriften du strikker etter). mvh DROPS Design

02.04.2024 - 08:13

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.