Hvernig á að prjóna síðustu umferðina fyrir aflíðandi öxl og fella af

Tags: gott að vita, jakkapeysur, peysur, vesti,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum síðustu umferð þar sem lykkjum er fækkað fyrir aflíðandi öxl, sem m.a. er í vestinu «Unexpected» í DROPS 218-21. Við prjónum tvö stutt stykki og sýnum einungis síðustu umferð og affellingu á öðru stykkinu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, til að koma í veg fyrir göt í hverri skiptingu þar sem lykkjurnar voru settar á þrá er hlekkurinn sóttur á undan næstu lykkju upp og prjónaður snúinn slétt saman með fyrstu lykkjunni á vinstri prjóni. Fellið því næst laust af með slétt frá réttu. Endurtakið meðfram hinum þremur öxlunum. Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Þetta vesti er prjónað úr DROPS Alpaca Bouclé og DROPS Kid-Silk, en í myndbandinu notum við bara eina gerð að garni; DROPS Nepal. Sjá einnig myndband undir: Hvernig á að fækka lykkjum fyrir hálsmáli og aflíðandi öxl - bakstykki og einnig: Hvernig á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

The video above can be used in the following patterns

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.