Hvernig á að prjóna gatamynstur í DROPS 118-38

Keywords: gatamynstur, kantur, mynstur, picot,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum gatamynstru meðfram kanti í vesti í DROPS 118-38. Við höfum nú þegar prjónað 1 mynstureiningu á hæðina. Við byrjum neðst í hægra horni á mynstri. Við prjónum fyrstu umferð í mynstri frá réttu frá hægri til vinstri. Önnur umferð er prjónuð frá röngu, samkvæmt teikningu frá vinstri til hægri. Fylgið mynsturteikningu í uppskrift. Þetta vesti er prjónað úr DROPS Safran, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.