Hvernig á að fækka um 4 lykkjur í tveggja lita klukkuprjóni

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum um 4 lykkjur = takið fyrstu lykkjuna og uppsláttinn yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, lyftið brugðnu lykkjunni laust yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið, setjið næstu lykkju og uppsláttinn á hjálparprjón framan við stykkið, prjónið næstu lykkju á vinstri prjón brugðið, lyftið lausu brugðnu lykkjunni yfir brugðnu lykkjuna sem var prjónuð, setjið síðan þessa lykkju til baka á vinstri prjón, lyftið næstu lykkju og uppslátt yfir lykkjuna sem var sett til baka á vinstri prjón, lyftið þessari lykkju yfir á hægri prjón, lyftið fyrstu lykkjunni og uppslættinum yfir þessa lykkju, setjið til baka lykkju og uppslátt frá hjálparprjóni á vinstri prjón, lyftið lykkjunni á hægri prjón til baka á vinstri prjón, lyftið að lokum lykkjunni og uppslættinum (sem sat á hjálparprjóni) yfir síðustu lykkjuna sem var sett á vinstri prjón og lyftið að auki þeirri lykkju sem eftir eru yfir á hægri prjón (= 4 lykkjur færri). Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Tags: klukkuprjón, rendur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.