Hvernig á að fækka um 4 lykkjur í klukkuprjóni með 2 litum

Keywords: alpahúfa, húfa, klukkuprjón,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fækkum um 4 lykkjur í klukkuprjóni með 2 litum, sem meðal annars er notað í húfunni í DROPS 204-18. Í þessu myndbandi fækkum við um 4 lykkjur með því að prjóna 5 lykkjur og 3 uppslætti (= alls 8 lykkjur) saman þannig: Lyftið 5 fyrstu lykkjunum af þessum 8 lykkjum (þ.e.a.s. 3 lykkjur og 2 uppslættir) yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 3 næstu lykkjurnar (þ.e.a.s. 2 lykkjur og 1 uppsláttur) slétt saman, steypið 5 lausu lykkjunum (uppslátturinn meðtalinn) frá hægri prjóni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman (= 4 lykkjur færri). Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

Nadja wrote:

Hallo! Ich stricke den Pullover „Lagoon“ im Vollpatent, bei dessen Ärmelabnahmen diese Technik verwendet wird. Ich mache das genauso wie im Video, bei mir entstehen nur leider sehr unschöne Löcher beiderseits der mittleren Masche. Gibt es einen Trick, um das zu vermeiden? Vielen Dank im Voraus!

21.02.2024 - 23:16

DROPS Design answered:

Liebe Nadja, versuchen Sie die Abnahmen etwas fester zu stricken, es kann helfen (aber nicht die ganze Arbeit fester stricken sonnst wird sie zu klein). Viel Spaß beim stricken!

22.02.2024 - 09:29

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.