Hvernig á að auka út lykkjur í kaðli
Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að auka út lykkjur í kaðlalykkjum, eins og í útaukningu fyrir laskalínu í prjónuðu peysunni «White Heron» í DROPS 254-7.
Í myndbandinu prjónum við 7 lykkjur (2 kantlykkjur í garðaprjóni + 1 lykkju slétt + 2 lykkjur brugðið + 2 lykkjur slétt) á undan mynsturteikningu A.1 (kaðall), eftir það 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), mynsturteikning A.2 (kaðall) og endum með 7 lykkjur (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni).
Prjónið A.1 þannig: Setjið 4 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur í hverja af 4 lykkjum af kaðlaprjóni (prjónið framan í, aftan í og framan í hverja lykkju). Nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur.
Prjónið A.2 þannig: Setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 3 lykkjur í hverja af næstu 4 lykkjum (prjónið framan í, aftan í og framan í hverja lykkju), prjónið 2 lykkjur slétt af kaðlaprjóni. Nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur.
Í næstu umferð eru útauknar lykkjur prjónaðar inn í mynstur (2 lykkjur slétt / 2 lykkjur brugðið).
Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Þessa aðferð er hægt að nota í fleiri mynstrum – þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.
Gunilla skrifaði:
Drops 174-15. Hittar ingen instruktionsvideo. Vad menas med "ingen maska" i A.2a?
26.10.2024 - 19:51