Band & Buttonhole

Myndbönd: 13
15:50
Hvernig á að prjóna tvöfaldan kant í hálsmáli og kanta að framan

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfaldan kant i hálsmáli og kant að framan sem m.a. er í «Love Links» peysu í DROPS 217-18. Við höfum nú þegar prjónað 9 cm af kanti í hálsmáli. Í umferð 1 sýnum við hvernig við fellum af 6 lykkjur (= kantur að framan) og prjónið slétt, jafnframt því sem lykkjur eru auknar út og hvernig prjónað er stroff yfir 6 síðustu lykkjurnar + 1 kantlykkju í garðaprjóni. Í umferð 2 eru felldar af 6 lykkjur (= kantur að framan) og það er prjónað brugðið yfir þær lykkjur sem eftir eru, uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Það er prjónuð 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið. Síðan er berustykkið prjónað, lestu mynstrið til að fá betri upplýsingar varðandi útaukningar, prjónamerki og e.t.v. mynstur. Eftir þetta eru lykkjur prjónaðar upp fyrir kant að framan, munið eftir hnappagötum. Saumið kanta að framan við kant í hálsi innan við 1 kantlykkju með sauminn inn að röngu á stykki. Brjótið stroffið efst í hálsi tvöfalt inn að röngu á stykki. Saumið stroffið niður. Saumið saman op við miðju að framan með smáu spori. Peysan í DROPS 217-18 er prjónuð úr DROPS Meriono Extra Fine, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow. Fylgja þarf uppskrift með þessari aðferð til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstrið með því að smella á myndina að neðan.

14:14
Hvernig á að prjóna tvöfaldan kant að framan með hnappagötum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfaldan kant að framan jafnframt því sem við prjónum hnappagat. Takið upp lykkjur meðfram hægra framstykki með þráðarendanum á dokkunni, byrjið að taka upp lykkjur neðst á framstykki og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu framstykkinu eða hoppið yfir ca 4-5 lykkju innan við 1 kantlykkju, lestu hvað stendur í mynstrinu sem þú prjónar eftir. Nú heldur stykkið áfram í þeim enda á prjóni sem dokkan er (neðst á framstykki). Fitjið upp nýjar lykkjur fyrir kant að framan frá röngu (við fitjum upp 16 nýjar lykkjur í þessu myndandi, lykkjufjöldinn getur verið breytilegur frá mynstri til mynsturs). Nú er kanturinn að framan prjónaður yfir 16 nýjar lykkjur jafnframt því sem kanturinn að framan er prjónaður saman með lykkjur sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið yfir fyrstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið 1 lykkju slétt, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 16 kantlykkjum að framan, lyftið yfir síðustu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, með þráðinn aftan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): * Lyftið yfir fyrstu/næstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir allar 16 kantlykkjur að framan, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Lesið í mynstri þegar prjóna á hnappagat. Hnappagötin eru prjónuð þannig: Prjónið hnappagat, með byrjun frá réttu, þannig: Prjónið yfir fyrstu 8 lykkjurnar eins og áður (eða þeim lykkjufjölda sem stendur í mynstrinu sem þú prjónar), snúið og prjónið til baka yfir 8 lykkjur eins og áður, prjónið alls 3 umferðir yfir 8 lykkjurnar (síðasta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn. Prjónið alls 4 umferðir eins og áður yfir þær 8 kantlykkjur að framan sem eftir eru (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu) og prjónið síðustu lykkju frá réttu saman með næstu lykkju meðfram kanti á peysu eins og áður. Í síðustu umferð frá röngu er prjónað yfir allar kantlykkjur að framan og haldið er áfram eins og áður yfir allar kantlykkjur að framan. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

7:38
Hvernig á að prjóna tvöfaldan kant að framan án hnappagata

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum tvöfaldan kant að framan. Byrjið á að taka upp lykkju efst í stykki, t.d. í gegnum öxl á framstykki, prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu stykkinu eða hoppið yfir ca 4-5 lykkju innan við 1 kantlykkju, lestu hvað stendur í uppskrift sem prjónað er eftir. Eftir að lykkjur hafa verið teknar upp fitjið upp 12 lykkjur yfir kant að framan (= neðst á stykki / framstykki), lykkjufjöldinn getur verið breytilegur frá mynstri til mynsturs. Nú er kanturinn að framan prjónaður yfir 12 lykkjurnar jafnframt því sem kanturinn er prjónaður saman með lykkjum sem prjónaðar voru upp meðfram stykki / framstykkið þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, * lyftið lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, takið 2 næstu lykkjur yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * takið 1 lykkju yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið síðustu lykkjunni laust yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu. Fylgja þarf uppskrift og mynsturteikningu til þess að geta fylgt myndbandinu eftir. Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.