Hvernig á að prjóna domino ferninga

Þú getur breytt hraðanum á þessu myndbandi með því að smella á táknið á spilastikunni.

Myndböndin okkar hafa ekki hljóð.

Við erum alþjóðlegt fyrirtæki og myndböndin okkar eru til sýnis fólki sem talar ólík tungumál og skilja ekki íslensku.

Þar sem ekki liggur fyrir tungumál sem við getum notað, höfum við þess í stað skriflegar leiðbeiningar til stuðnings við myndbandið og að auki er ekki neitt hljóð sem truflar þegar horft er. Góða skemmtun!

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við prjónum domino ferninga, einlita.
Við fitjum upp 5 lykkjur og setjið 1 prjónamerki í miðju lykkjuna. Prjónið domino ferning þannig:
UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 2 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið út umferðina.
UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið slétt.
UMFERÐ 4 (= rétta): Prjónið slétt að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið slétt út umferðina.
Prjónið UMFERÐ 1-4 áfram til loka.
Í affellingarumferð er aukið út eins og venjulega í horni og uppslátturinn er felldur af jafn óðum (þetta er gert til að hornin verði ekki stíf). Við notum garnið DROPS Eskimo í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndina að neðan.

Tags: domino, þvottaklútar,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Athugasemdir (2)

Cecilia 25.06.2019 - 17:59:

The video doesn't play; it stays buffering but doesn't load.

DROPS Design 26.06.2019 - 06:54:

Dear Cecilia, video should work, Please make sure you have installed the newest version of Adobe Flash Player. If the problem persists, please take a look at Vimeo's FAQ. You can also find all our videos on our YouTube page. Happy knitting!

Inge Wittrup 24.06.2019 - 16:43:

Hvordan strikkes en stolpemaske?

DROPS Design 05.07.2019 - 14:23:

Hej Inge, stolpemaske på norsk betyder kantmasker. Jeg kan ikke lige finde det i denne video.... ?

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.