Orðasafn fyrir prjón & hekl

superwash

Superwash er meðhöndlun á ullargarni sem gerir það að verkum að hægt er að þvo það í þvottavél án þess að það skreppi saman eða verði ónýtt. Margir vilja ekki nota ullargarn því að það skreppur svo saman (á meðan aðrir vilja þæfðar flíkur) en með Superwash meðhöndlaðri ull þá er hægt að vinna með þessum fínu trefjum án þess að óttast að flíkin styttist við fyrsta þvott.

samheiti: superwash

flokkur: garn


"superwash" á öðru tungumáli


Aftur í orðasafn