Jiji skrifaði:
Hi me again. With the decrease tip It said to k2tog then ssk which makes the decreased stitches lean out ward. Shouldn’t the decreases be leaning inword towards the center of the bottom marker? Thanks
28.08.2023 - 04:08DROPS Design svaraði:
Dear Jiji, in this video we show how to decrease mid under sleeve, feel free to edit the decreases if you like them leaning another way. Happy knitting!
28.08.2023 - 16:28
Jiji skrifaði:
Hello I am currently knitting a XL size cardigan and I am having some trouble with starting the left arm. The pattern states that you have to pickup 45stitches along the front to shoulder and 29stitches along the shoulder to back, a total of 74 stitches i work these 74 stitches for 4cm then do I pick up 14 stitches along the bottom of the arm hole then join and knit in the round? If I do so how do I avoid a giant hole caused by the off-set of 4cm stockinette / under armhole stitches?
27.08.2023 - 11:36DROPS Design svaraði:
Dear Jiji, there will be a hole, which you will later sew with an underarm seam, as indicated in the last sentence of right sleeve (Sew the bottom of the armholes). Happy knitting!
28.08.2023 - 01:07
Alona skrifaði:
Hi:) I don't understand how to knit sleeves. At the beginning of knitting sleeves are we knit up stitches without armhole stitches ? Then we work stockinette stitch back and forth for 2-2-4-4-6-6 cm. And after we pick up the loops from the armhole and connect them in a circle? Thank you:)
15.08.2023 - 13:45DROPS Design svaraði:
Dear Alona, you will pick up stitches along armhole (not in the stitches cast on mid under sleeve) and more stitches along front piece (because armhole is longer) then along back piece (which is shorter), then correct, you continue back and forth for 2,4 or 6 cm than continue in the round. Happy knitting!
15.08.2023 - 16:13
Melisa skrifaði:
Hello, I don't understand the instruction that says to insert a marker "inside" the three outermost stitches. What does it mean? To insert a marker after the first three stitches and one before the last three.
15.08.2023 - 00:18DROPS Design svaraði:
Hi Melisa, Yes, that is correct. The markers are inserted after the first 3 stitches on the row and before the last 3 stitches. Happy crafting!
15.08.2023 - 06:37
Alona skrifaði:
The description of the left and right front part says 'When the piece measures 24-25-26-27-29-30 cm'. From where to measure this length? From the shoulder? That is, from the place where we cast on 7 stitches (band), knit up 26-28-28-30-32-36 stitches?
09.08.2023 - 16:48DROPS Design svaraði:
Dear Alona, measure on the side, along the armhole (from the picked up stitches). Happy knitting!
09.08.2023 - 17:05
Faye skrifaði:
Me again. When I try to knit up the 68 stitches for the sleeves a problem happened : I have for an M size more than 42 and 25 stitches in both sides of the armholes. How can I get only 68 stitches if my armholes are bigger ? It is not very clear. Thank you.
21.06.2023 - 20:51DROPS Design svaraði:
Dear Faye, with a tension of 17 sts for 10 cm, you should pick up ca 42 sts along armhole on front piece (=25 cm armhole x 1,7 tension = approx. 42 sts) and 25 sts along back piece (= 15 cm armhole x 1,7 tension = approx 25 sts) - if you get the correct tension, try to pick up stitches less often and/or decrease on the first row from WS to get the correct number of stitches. Happy knitting!
22.06.2023 - 09:51
Faye skrifaði:
Hello, I do not understand how to work the left and right front piece. Indeed, I do not know why I'm casting on 7 stitches before knit up. Actually, I do not understand well the explanation and really how to start. Can you clear my mind please. Thank you very much
11.06.2023 - 23:23DROPS Design svaraði:
Dear Faye, the 7 stitches cast on on left front piece before picking up the stitches along shoulder are the stitches the front band stitches; youwill then work in stocking stitch with these 7 stitches worked in garter stitch. In this video we show how to pick up the stitches for front piece on a shoulder, you will work almost the same, just with 7 extra stitches for front band stitches and without joining later as in the next video. Happy knitting!
12.06.2023 - 09:08
Michelle Holt skrifaði:
Please can you help me with the sleeve pattern? I don’t understand why the number of stitches to be picked up from the front and back are different. Surely, the number should be the same? Can you please explain. Thank you very much.
10.06.2023 - 20:03DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Holt, because the armholes along front piece is longer then along back piece (see 2nd and 4th picture); ie on back piece you worked along armhole only 14-15-16-17-17-18 cm and along front piece 24-25-26-27-29-30 cm (for a total amrhole length as in chart= 19-20-21-22-23-24 cm) as shoulders are going towards back piece. Maybe the 3 videos at the bottom of the pattern (about this kind of shoulders) can help you. Happy knitting!
12.06.2023 - 08:26
Kampfer Katrin skrifaði:
Die Strickjacke strickt und trägt sich super. Nur die angegebenen Knöpfe sind pink und passen farblich überhaupt nicht zur Wolle!
31.05.2023 - 12:14
Sabine skrifaði:
J aime ce cardigan. Et il se porte toute l année 👌
22.01.2023 - 12:12
Elodie Cardigan#elodiecardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-29 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 27, 34 og 41 cm. M: 27, 35 og 43 cm. L: 29, 37 og 45 cm. XL: 30, 38 og 47 cm. XXL: 32, 40 og 49 cm. XXXL: 33, 42 og 51 cm. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni. Prjónið niður að handvegi jafnframt því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveg eru framstykkin sett inn á sama hringprjón og bakstykkið, fram- og bakstykkið er prjónað áfram niður á við fram og til baka á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónuð ermakúpa fram og til baka. Eftir það eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin er prjónaður kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 30-32-34-36-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-28-30-32-36 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 82-88-90-96-100-110 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkin eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Fitjið upp 7 nýjar lykkjur á prjóninn (kantur að framan), prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. það er prjónuð upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 7 lykkjur garðaprjón + 2 lykkjur sléttprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón eftir að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn. Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hægri öxl á bakstykki, fitjið síðan upp 7 nýjar lykkjur í lok umferðar (kantur að framan) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar umferð frá réttu, aukið er út á undan 2 lykkjur sléttprjón + 7 lykkjur garðaprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm prjónið þannig – frá röngu: Prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur í lok umferðar, prjónið frá röngu yfir 82-88-90-96-100-110 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur, prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá vinstra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 190-206-218-234-254-274 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, mælt frá þar sem 7 lykkjur voru fitjaðar upp fyrir kant að framan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 62-62-70-74-82-90 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 252-268-288-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 7 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 5, prjónið upp frá réttu 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 64-68-72-74-78-82 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 prjónamerki mitt í lykkjurnar sem prjónaðar voru upp. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (ranga): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 2 (rétta): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 3 (ranga): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 4 (rétta): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 6 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 7 (ranga): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 5-5-7-7-9-9 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermakúpu) . Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 7-7-9-9-11-11 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5½-4½-3½-3½-2½-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-10 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-38-37-37-35 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-16-18-20-18 lykkjur jafnt yfir = 68-72-72-76-80-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-47-48-47-47-45 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur gagnstætt við fyrri ermi, þ.e.a.s. prjónið upp 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR AFTAN Í HÁLSMÁLI / Í HNAKKA: Prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 7 lykkjum í garðaprjóni efst á hægra framstykki, prjónið garðaprjón fram og til baka, þar til kanturinn að framan mælist ca 8-9-9-10-10-10 cm, passið uppá að kanturinn að framan mætist ca mitt að aftan þegar togað er létt í hann. Fellið af. Prjónið alveg eins í kantlykkjur að framan efst á vinstra framstykki. Saumið báða kantana að framan saman mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elodiecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.