Hvernig á að fella af frá röngu

Leitarorð: byrjendur,
Hvernig á að fella af frá röngu

Lykkjur eru felldar af jafnframt því sem þær eru prjónaðar þegar ekki er lengur þörf á lykkjunum í stykkinu t.d. við handveg, hálsmál eða öxl.
Mikilvægt er að affellingarkanturinn verði ekki of laus eða of stífur.
Þú getur notað grófari prjóna við affellinguna, til þess að vera viss um að affellingarkanturinn verði teygjanlegur.

Mynd 1: Prjónið 2 lykkjur brugðnar.

Mynd 2: Nú ertu með 2 lykkjur á hægrihandarprjóni. Oddi vinstrihandarprjóns er stungið í aftari lykkju hægrihandarprjóns.

p>Mynd 3: Dragðu aftari lykkjuna fram yfir fyrstu lykkju. Nú ertu með eina lykkju á hægrihandarprjóni.

Mynd 4: Prjónaðu eina nýja brugðna lykkju.

Mynd 5: Nú ertu með 2 lykkjur á hægrihandarprjóni.

Mynd 6: Oddi vinstrihandarprjóns er stungið í aftari lykkju hægrihandarprjóns.

Mynd 7: Dragðu lykkjuna yfir fyrri lykkjuna og haltu svona áfram þar til þú hefur fellt af þann fjölda lykkja samkvæmt mynstri. Þú getur nú haldið áfram að prjóna yfir þær lykkjur sem eftir eru á vinstrihandarprjóni eða þú heldur áfram að fella af út umferðina.

Mynd 8: Nú hefur þú eina lykkju eftir á hægrihandarprjóni, þetta er síðasta lykkjan í stykkinu.

Mynd 9: Klipptu frá og dragðu lykkjuna upp svo að bandið dragist í gegnum síðustu lykkjuna. Nú getur þú fest þráðinn.

Þú getur notað þessa að ferð þegar þú hefur lokið við að prjóna stykki t.d. í hálsklút eða sjal ef fella á af frá röngu.

Skoðaðu myndbandið til þess að fá frekari aðstoð

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.