Hvernig á að lesa hekl mynsturteikningu

Hekl mynsturteikning samanstendur af táknum, 1 tákn = 1 lykkja (eða hópur af lykkjum) – útskýring með táknum segir til um hvernig á að hekla lykkjurnar. Mynsturteikningin sýnir allar lykkjur séð frá réttu (nema annað sé tekið fram).

Hefðbundin hekl mynsturteikning lítur oftast út þannig:

1: A.1 er nafnið á einingunni og á við um alla mynsturteikninguna – innan í sviga. Það sem stendur innan í sviga er 1 eining af mynsturteikningu.
2: Þetta er útskýring á táknum, sem sýnir hvernig hvert tákn er heklað.
Bláar örvar: Táknin eru hekluð í eða um táknið sem er beint fyrir neðan. Stundum á að hekla nokkrar lykkjur í sama táknið.
Fjólublá sporöskulaga tákn og örvar: Ekki er alltaf heklað í lykkjur: stundum er hekluð ein loftlykkja og hoppað er yfir stuðul sem er beint fyrir neðan.

Mynsturteikning er lesin gagnstætt við það sem við lesum vanalega: Frá hægri til vinstri, neðan frá og upp. Þú byrjar sem sagt neðst í hægra horninu og vinnur þig til vinstri, tákn fyrir tákn, röð fyrir röð upp úr (sjá RAUÐAN hring og örvar).

Þegar hekla á nokkrar einingar af mynstri (eða þegar endurtaka á mynstrið á breiddina), þá heklar þú að enda á röðinni í mynsturteikningunni og byrjar uppá nýtt aftur á fyrsta tákni.

Fram og til baka:

Þegar hekla á fram og til baka er önnur hver umferð hekluð frá réttu og önnur hver umferð er hekluð frá röngu. Þegar heklað er frá röngu þá verður að lesa mynsturteikningu í gagnstæða átt: Þ.e.a.s. frá vinstri til hægri (sjá rauða ör fyrir réttu og bláa ör fyrir röngu í mynsturteikningunni að neðan).

Umferðirnar byrja að venju með x-fjölda loftlykkja – þær jafngilda hæð á næstu lykkju og eru settar inn til að þú komist upp að réttri hæð fyrir næstu lykkju sem á að hekla (sjá græn sporöskjulaga tákn að neðan). Ef loftlykkjurnar eru settar inn í mynsturteikningu (eins og í þessu dæmi) eru öll tákn hekluð sem eru sýnd. Stundum er sett inn í HEKLLEIÐBEININGAR efst í uppskriftinni fjölda loftlykkja sem hekla á í byrjun á umferð og ef þær koma í stað fyrstu lykkju eða ef þær koma sem viðbót. Ef loftlykkjurnar eru EKKI teiknaðar inn í mynsturteikningu: Fylgið þessum leiðbeiningum.

Í hring:

Þegar heklað er í hring, eru allar umferðirnar heklaðar frá réttu: Frá hægri til vinstri (sjá rauðar örvar í mynsturteikningu að neðan). Hvernig umferðin byrjar og endar er oft teiknað inn í mynsturteikningu (sjá A.2 í dæminu að neðan – grænn ferningur). Eins og þegar heklað er fram og til baka er heklaður x-fjöldi loftlykkja í byrjun á umferð, jafngildir hæð á næstu lykkju. Í lok umferðar tengjast umferðrnar saman með einni keðjulykkju í síðustu loftlykkju sem var hekluð í byrjun. Þ.e.a.s. loftlykkjur í A.2 = byrjun á umferð, en keðjulykkja í A.2 (blár ferningur) = lok á umferð.

Mynsturteikning (A.1) er oft endurtekin nokkrum sinnum á eftir hverri annarri = heklaðar eru nokkrar einingar á breiddina. Þegar þú kemur að síðasta tákni í 1. röð í A.1, byrjaðu aftur á fyrsta tákni. ATH: A.2 er EKKI endurtekið, þetta sýnir HVERNIG umferðin byrjar og endar í öllum umferðum.

Nokkrar mismunandi mynsturteikningar á eftir hverri annarri:

Þegar þú átt að hekla nokkrar mynsturteikningar á eftir hverri annarri á breiddina/í umferð þá heklar þú þannig: Heklið umferð 1 í 1. mynsturteikningu, heklið síðan umferð 1 í 2. mynsturteikningu og umferð 1 í 3. mynsturteikningu o.s.frv. ATHUGIÐ: Ef þú heklar fram og til baka þá verður að lesa mynsturteikningu í gagnstæða átt frá röngu – þ.e.a.s. byrja með mynsturteikningu 3, síðan mynsturteikningu 2 og í lokin mynsturteikningu 1. Heklað er áfram í gagnstæða átt eins og venjulega.

Mynsturteikningar í hring:

Þegar hekla á í hring, þá er byrjað frá miðju og þú vinnur þig út, þetta er oftast teiknað inn í hring á mynsturteikningu. Mynsturteikning getur annað hvort sýnt allan hringinn – þá er hvert tákn heklað eins og stendur í teikningu, eða öll mynsturteikningin sýnir hluta af hring, sem er endurtekið í hring ákveðinn fjölda skipta þar til myndast hefur heill hringur.

Heill hringur:

Í mynsturteikningu með hring þá er byrjað á tákni í miðju á mynsturteikningu: Oftast hringur sem jafngildir x-fjölda loftlykkja sem tengdar eru saman með einni keðjulykkju svo að það myndist hringur (sjá rauður hringur í mynsturteikningu að neðan). Alveg eins og þegar heklað er í hring þá byrjar umferðin með loftlykkjum, þær jafngilda hæð á næsta tákni (sjá blár ferningur í mynsturteikningu að neðan) – ATH. Þegar loftlykkjurnar eru teiknaðar inn í mynsturteikningu koma þær EKKI í stað fyrsta tákns, þannig að næsta tákn er heklað eftir útskýringu.

Þegar loftlykkjurnar koma í stað tákns er þetta tákn fjarlægt úr mynsturteikningu. Heklað er réttsælis: Frá hægri til vinstri, tákn fyrir tákn upp úr (sjá rauða ör í mynsturteikningu). Ein regla er að lykkjur í 1. umferð eru heklaðar UM loftlykkjuhringinn, sem þýðir að þú stingur heklunálinni inn í miðu á hringnum, sækið bandið og heklar lykkjuna eins og venjulega – hún festist sem sagt ekki í loftlykkjuna, heldur er UTAN UM alla loftlykkjuna. Þegar þú kemur að enda á röðinni þá er lykkjan fest eins og venjulega með keðjulykkju og þú heldur áfram í næstu umferð í mynsturteikningu: næst innsta röðin (sjá græna ör í mynsturteikningu að neðan).

Hluti af hring:

Ef aðeins er sýndur hluti af hring er það vegna þess að hlutinn er endurtekinn í hring í x-fjölda skipta. Þú byrjar með hring neðst (sjá rauður hringur í mynsturteikningu) og heklar eins og útskýrt er undir HELL HRINGUR. Alveg eins og þegar heklað er í hring er það regla að það er sér mynsturteikning sem sýnir hvernig umferðin byrjar og endar = hér er það A.1 (sjá blár ferningur í mynsturteikningu að neðan). Þú byrjar sem sagt á umferð næst hring, heklar A.1, síðan heklar þú A.2, þegar þú kemur að síðasta tákninu í kökunni (það er bara 1 tákn í umferð 1), þá byrjar þú uppá nýtt á 1. tákni og heklar kökuna 1 sinni til viðbótar.

Svona heldur þú áfram þar til þú hefur endurtekið eininguna eins oft og stendur í uppskrift og endar með keðjulykkju í A.1. Þegar umferð 1 hefur verið hekluð þá heldur þú áfram í næstu umferð: Næst neðsta umferð í mynsturteikningu (sjá græna ör í mynsturteikningu að neðan).

Fernings mynsturteikning / Lita mynsturteikning:

Stundum er hekl mynsturteikning sýnd í rúðum og þá er 1 rúða = 1 lykkja. Hvaða lykkjur eru heklaðar er oftast útskýrt í texta, en rúðu mynsturteikning sýnir í hvaða litum á að hekla lykkjurnar (sjá rauðan ramma = útskýring á tákni).

Heklað er alveg eins og útskýrt er að ofan, hvort sem heklað er í hring, fram og til baka eða heklaður hringur.

Athugasemdir (92)

Volbabe wrote:

It\'s so confusing, have read about the diagrams a lot of times, but it really give sense and my brain don\'t get it. Now it's impossible for me to make what i like because those diagrams are everywhere. So sad.

28.07.2022 - 12:22:

Lori wrote:

I cannot find how to start the row after I did the c5 and join together. I read the entire pattern from beginning to end. please help

26.07.2022 - 02:55:

DROPS Design answered:

Dear Lori, could you specify which pattern you are referring to? This is a lesson for all crochet patterns with diagrams.

31.07.2022 - 22:59:

Lori wrote:

I cannot find how to start the row after I c5 and join together. I read the entire pattern from beginning to end. please help

25.07.2022 - 18:46:

DROPS Design answered:

Dear Lori, could you specify which pattern you are referring to?

31.07.2022 - 23:02:

Annette Mccollough wrote:

HELL0, for the chains I am doing for small 304, but how do i decrease the chains as I go

09.07.2022 - 15:23:

May wrote:

Hvordan leser man heklediagrammet til en genser når det står A1 i klamme på den ene siden av diagrammet og A1a på den andre? Hvilke deler skal man da hekle når det står A1? Hvor går grensen mellom A1 og A1a?

06.07.2022 - 20:13:

DROPS Design answered:

Hej May. Vilken opskrift gäller det? Mvh DROPS Design

13.07.2022 - 14:54:

Ida Van Der Poel wrote:

Ik snap niet hoe 1stok om l-lus moet gehakt worden aub

23.06.2022 - 10:41:

Valérie PASCAL wrote:

Bonjour, pour le modèle de gilet 170-31 j'ai du mal à suivre votre diagramme pour le début du dos. Pouvez-vous m'aider s'il vous plait?

14.06.2022 - 17:05:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Pascal, lisez les diagrammes A.4-A.6 à partir du rang avec la flèche (endroit) ainsi: 1 bride (= 3 ml), sautez 1 b, 1b+1ml+1 B dans la m suivante, sautez 1 b (A.4a), *sautez 1 b (soit 2 au total), 1 b+1 ml+1b dans l b suivante, sautez 1 b*, répétez de *-* 5 à 9 fois selon la taille et terminez par 1 b dans chacune des 2 dernières b. Au rang suivant = sur l'envers, lisez de gauche à droite: A.6, répétez A.5 at terminez par A.4. Bon crochet!

15.06.2022 - 09:34:

Margot wrote:

Hi, mir ist nicht klar wie man von der Jacke in den Ärmel kommt. Bei mir sieht es so aus, als ob ich das Armloch zugespielt habe.

22.04.2022 - 13:40:

DROPS Design answered:

Liebe Margot, könnten Sie uns bitte sagen, welches Modell Sie gerade häkeln? So kann mann Ihnen am besten helfen - Gerne können Sie Ihre Frage direkt an dieses Modell schreiben. Danke im voraus für Ihr Verständnis!

22.04.2022 - 14:06:

Lise- Lotte Lindgren wrote:

Varför står det på engelska i de små rutorna bredvid symbolerna. Vet ni var jag kan få ett helt mönster översatt från engelska till svenska. Har hittat och köpt ett mönster från usa på en poncho. Skall göra den till min sonhustru. Men jag går bet på att läsa mönstret. Hoppas på svar. Jag har använt mej av era mönster flera gånger. Nu hittar jag inget mönster på en poncho hos er som passar riktigt. Mvh Lise-Lotte Lindgren

12.04.2022 - 20:25:

DROPS Design answered:

Hei Lise-Lotte. Dette er et bilde som er det samme bilde på alle våre sider (og da bruker vi engelsk). Du finner også en ordliste på vår side, gå til "TIPS & HJÂLP", deretter til "Ordlista" under "Andra Resurser". Den kan hjelpe deg til å oversette ord fra engelsk til svensk, har ikke en side som oversetter en hel oppskrift fra et språk til et annet. mvh DROPS Design

19.04.2022 - 07:42:

Jaye Hubarth wrote:

I'm working on the hat of Baby29-3 and am having trouble with reading the diagram for rows 5 and 6. The picture show 3 rows with double crochet groups and I only have 2.

10.04.2022 - 23:08:

DROPS Design answered:

Dear Mrs Hubarth, make sure you have the correct number of stitches in A.3 from the beginning: 12 dc after round 1; (sc,hdc,dc,ch, dc,hdc, sc)x6 on 2nd round, (3dc,ch,3dc)x6 on 3rd round and (3 dc, ch, 4 dc)x 6 on 5th round; so that there will be a total of 12 ch-spaces on 6th round. Hope it will help. Happy crocheting!

19.04.2022 - 13:27:

Lisen Hillestad wrote:

Hei Monica! Ad ditt spm fra februar i år: De 10 luftmaskene blir "fanget opp" og holdt på plass av dobbeltstavene som hekles i buen og faktisk også ser ut til å skulle hekles sammen med dobbeltstaven i omgangen foran. 😊Hilsen Lisen

07.04.2022 - 14:39:

Roberta wrote:

One my prior question you said just what I did and it was still very twisted. I then did a single crochet in each stitch, The next row I did the double crochet chain 3 and skipped one stitch and it worked out great. I got 32 spaces to finish the shawl.

28.02.2022 - 20:06:

PAUWELS RITA wrote:

Telpatroon Dropshot 175-24. Moet ik bij dit patroon altijd van rechts naar links lezen of moet ik heen en weer lezen? Bij voorbaat dank!

28.02.2022 - 11:57:

Roberta wrote:

The beginning row it says to do 1 dc ch2 all around for 31 more times ( but not into a chain stitch), When I get to the end of the row, the chain is so twisted, I can't do the slip stitch in the first Ch 3. Is there a way to do the stitches in the chain row? This is on pattern 147-1.

26.02.2022 - 23:03:

DROPS Design answered:

Dear Roberta, you start with a founding chain stitch row, which is joined with a slip stitch. It's important that this row is not twisted so that you can continue working correctly. When working the first ch5 (which replaces 1dc, ch2), place a marker in the 3rd ch, to make it easier to join. Happy crocheting!

27.02.2022 - 16:15:

Roberta wrote:

The beginning row it says to do 1 dc ch2 all around for 31 more times ( but not into a chain stitch), When I get to the end of the row, the chain is so twisted, I can't do the slip stitch in the first Ch 3. Is there a way to do the stitches in the chain row?

26.02.2022 - 23:01:

DROPS Design answered:

Dear Roberta, please see answer above.

27.02.2022 - 16:16:

Chantal Garcès wrote:

Bonjour, Pouvez vous m'écrire le schéma A.1 et A.2 du modèle DROPS Baby 29-3 car je ne les comprends pas. Mer i beaucoup.

21.02.2022 - 15:57:

DROPS Design answered:

Bonjour Mme Garcès, vous trouverez la légende de chaque symbole juste au-dessus des diagrammes, commencez par le rang numéroté 1. (celui avec l'étoile montre juste les mailles du rang précédent) et crochetez tous les tours de droite à gauche; commencez le tour par A.1A et répétez A.1B (le trait vertical délimite 1 motif à répéter, le diagramme montre 2 fois A.1B en largeur). De même pour A.2, commencez le tour par A.2A et répétez A.2B (la partie encadrée par les traits de chaque côté). Bon crochet!

22.02.2022 - 10:14:

Cécile Rousseau wrote:

Dans DROPS 211-28 Eco Tote by DROPS Design\r\nSac crocheté en point ajouré et groupes de brides en DROPS Bomull-Lin ou DROPS Paris.\r\nJe ne comprends pas le diagramme A.2\r\nSerait-il possible de me l\'écrire en texte.\r\nJe vous remercie pour votre aide.

13.02.2022 - 23:14:

DROPS Design answered:

Le diagramme A.2 se crochète sur 4 brides: au 1er tour (et tous les tours impairs), crochetez: *4 mailles en l'air (=2ème symbole), puis sautez 3 brides et crochetez 1 bride dans la bride suivante/autour de la maille en l'air suivante (à partir du tour 3)*, répétez de *-* tout le tour. Au 2ème tour (et tous les tours pairs), crochetez *3 brides dans l'arceau, 1 maille en l'air*, répétez de *-* tout le tour - commencez et terminez les tours comme indiqué dans A.1 = 5ème symbole. Bon crochet!

14.02.2022 - 11:29:

Lauren wrote:

Hello! I was wondering if the "how to read crochet diagrams" is written in British English or American English? I just want to make sure since I'm following your "Evening in Paris" pattern in American English and I want to make sure I'm following the diagram key correctly.

12.02.2022 - 03:00:

DROPS Design answered:

Dear Lauren, the lesson is written for both languages. In any case, if you are following a pattern, you have the key for the symbols in the diagram in whichever language you have chosen, so you will be able to follow the pattern correctly. Happy crochetting!

13.02.2022 - 18:13:

Monica Hedén wrote:

Hej! Ska virka sjalen Lampone modell fl-004. På första varvet i A2 ser det ut som att 10 luftmaskor hänger i luften. ska de inte bindas ihop med varvet före? mvh Monica

08.02.2022 - 09:45:

DROPS Design answered:

Hej Monica, skica gärna frågan inne på mönstret, så ser vi hur det ser ut och det blir lättare att hjälpa dig :)

09.02.2022 - 13:30:

Rosemary wrote:

I can’t find a tutorial on how to work the pattern after the squares have been put together is there one?

27.01.2022 - 13:21:

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.