Nokkur afbrigði eru til við uppfitjanir og sýnum við hér algengustu aðferðina sem gefur stöðugan en samt teygjanlegan kant.
Uppfitjunin á að vera þétt en samt ekki of stíf. Ef þér finnst kanturinn verða of stífur er alltaf hægt að fitja uppá grófari prjóna eða leggja tvo prjóna saman þegar fitjað er upp. Ekki gleyma að draga annan prjóninn til baka eða að skipta yfir í réttan grófleika þegar þú byrjar að prjóna.
Mynd 1: Áætlaðu tiltekna lengd á þræðinum frá enda (lengdin er mismunandi eftir hversu margar lykkjur eigi að fitja upp, garntegund og grófleika prjóna). Haltu í lausa endann með þumlinum og þræðinum er brugðið einu sinni utan um vísifingur og löngutöng.
Mynd 2: Dragðu þráðinn frá dokkunni upp að þér, í gegnum lykkjuna inn á milli vísifingurs og löngutangar og að þér.
Mynd 3: Dragðu í lykkjuna og gerðu langa lykkju.
Mynd 4: Settu lykkjuna á prjóninn og togaðu aðeins í endann til þess að herða á lykkjunni að prjóninum. Nú getur þú byrjað að fitja upp.
Mynd 5: Láttu lausa endann fara yfir vinstri þumalfingur eins og útskýrt er á myndinni. Þræðinum er brugðið frá dokkunni yfir vinstri vísifingur og haltu fast í báða þræðina í lófanum með litlafingri og baugfingri.
Mynd 6: Settu hægrihandarprjóninn inn að neðan og undir þráðinn á þumli.
Mynd 7: Til þess að mynda lykkju; kræktu prjóninum í þráðinn frá dokkunni (þráður frá vísifingri) og þráðinn í gegn til baka að þumli svo að lykkja myndist.
Mynd 8: Slepptu niður þræðinum af þumlinum og dragðu lykkjuna sem er að myndast að prjóninum. Þræðinum er aftur brugðið um þumalinn, haltu svona áfram á sama hátt þar til þú hefur fitjað upp allar lykkjurnar.
K Higg skrifaði:
This is the best cast on for sleeve and band edges, in my opinion. I hadn't knitted in a while, so I appreciate the clear instructions to jog my memory. 😊
09.12.2024 - 21:44