Hvernig á að fitja upp

Leitarorð: prjón lykkjur,
Hvernig á að fitja upp

Nokkur afbrigði eru til við uppfitjanir og sýnum við hér algengustu aðferðina sem gefur stöðugan en samt teygjanlegan kant.

Uppfitjunin á að vera þétt en samt ekki of stíf. Ef þér finnst kanturinn verða of stífur er alltaf hægt að fitja uppá grófari prjóna eða leggja tvo prjóna saman þegar fitjað er upp. Ekki gleyma að draga annan prjóninn til baka eða að skipta yfir í réttan grófleika þegar þú byrjar að prjóna.

Mynd 1: Áætlaðu tiltekna lengd á garninu frá enda (lengdin er mismunandi eftir hversu margar lykkjur eigi að fitja upp, garntegund og grófleika prjóna). Haltu í lausa endann með þumlinum og bandinu er brugðið einu sinni utan um vísifingur og löngutöng.

Mynd 2: Dragðu garnið frá dokkunni upp að þér, í gegnum lykkjuna inn á milli vísifingurs og löngutangar og að þér.

Mynd 3: Dragðu í lykkjuna og gerðu langa lykkju.

Mynd 4: Settu lykkjuna á prjóninn og togaðu aðeins í endann til þess að herða á lykkjunni að prjóninum. Nú getur þú byrjað að fitja upp.

Mynd 5: Láttu lausa endann fara yfir vinstri þumalfingur eins og sýnt er á myndinni. Bandinu er brugðið frá dokkunni yfir vinstri vísifingur og haltu fast í báða endana í lófanum með litlafingri og baugfingri.

Mynd 6: Settu hægrihandarprjóninn inn að neðan og undir bandið á þumli.

Mynd 7: Til þess að mynda lykkju; kræktu prjóninum í bandið frá dokkunni (band frá vísifingri) og dragðu það í gegn til baka að þumli svo að lykkjan myndist.

Mynd 8: Slepptu niður bandinu af þumlinum og dragðu lykkjuna sem er að myndast að prjóninum. Bandinu er aftur brugðið um þumalinn, haltu svona áfram alveg eins þar til þú hefur fitjað upp allar lykkjurnar.

Skoðaðu myndbandið til þess að fá frekari aðstoð

Athugasemdir (8)

Nikolai 26.04.2021 - 09:41:

Uff

Oliver 14.08.2020 - 08:39:

Dette er ein dorlig nettside

Valdenice Goncalves Rovere 13.08.2020 - 02:52:

Eu não conseguiria acompanhar uma receita.em ingles ou qualquer outra lingua, só em portugues

Jana 27.12.2019 - 13:41:

Dobrý den. Co mám dělat, když mi při nahazování dojde volný konec dříve, než nahodím potřebný počet ok? děkuji. jana

DROPS Design 31.12.2019 - 12:41:

Dobrý den, Jano, to je nepříjemná situace, která občas potká každou z nás :-) Bohužel se v tu chvíli nedá dělat nic jiného, než nahození vypárat a ponechat konec o kus delší. Pokud chcete mít lepší odhad, můžete si před samotným nahozením omotat jehlici koncem příze - otáček kolem jehlice uděláte tolik, kolik ok chcete nahazovat. Získáte tak volný konec příze dlouhý dost na to, aby vystačil na nahození daného počtu ok. Hodně zdaru! Hana

Calla Dean 07.02.2017 - 00:42:

I'm trying to knit your "Cold Springs" headband and am having trouble reading the diagrams A.1 and A.2 Could you please assist me and tell me how to proceed? Thank you Calla

DROPS Design 07.02.2017 - 09:59:

Dear Mrs Dean, diagrams will be worked simultaneously, ie work first Row 1 in A.1, then row 1 in A.2 and row 1 in A.1 (+ remaining sts as stated). Work then row 2 both diagrams, and so on. When A.1 has been worked 1 time in height, repeat A.1 from row 1. When A.2 has been worked 1 time in height, repeat A.2 from row 1. Happy knitting!

Mamen Anguera 20.09.2016 - 10:18:

Hola, tengo una duda sobre montar puntos. Me gustaria seguir un patron pero dice que hay que montar puntos utilizando dos hilos. ¿Como seria en este caso? Gracias

DROPS Design 16.10.2016 - 12:31:

Hola Mamen. ¿Puedes especificar a que número del patrón al que te estás refiriendo?

Charlo 11.09.2016 - 12:00:

Super. Merci pour la vidéo qui est très clair et c\'est bien facile de monter des mailles comme cela. Merci

C Verbeek 03.08.2016 - 23:39:

Als ik 480 steken op moet zetten met garen voor naalden maat 4. Hoeveel meter moet ik dan hebben om goed uit te komen?

DROPS Design 09.08.2016 - 09:57:

Dat kan zo niet beantwoord worden. Dit is ook afhankelijk van hoe los of strak u opzet. Onze tip: zet een kleiner aantal steken op, haal dit uit en meet het gebruikte garen. In dit geval: zet 40 steken op, haal ze uit en meet hoeveel u voor deze 40 st nodig had. 12 x 40 = 480, dus neem 12 keer zoveel lengte garen.

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.