-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat.
Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist:
S: 11, 18, 25, 31 cm
M: 11, 18, 25, 32 cm
L: 11, 18, 25, 33 cm
XL: 11, 18, 26, 34 cm
XXL: 11, 19, 27, 35 cm
XXXL: 11, 19, 27, 36 cm
ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri).
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Bakstykkið og framstykkin er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður, fyrst fram og til baka á hringprjóna, síðan er prjónað áfram í hring á sokkaprjóna. Frágangur á stykkinu er útskýrður í uppskrift.
BAKSTYKKI:
Fitjið upp 113-119-127-135-149-165 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu:
2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni.
Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 28-28-30-32-36-40 lykkjur jafnt yfir = 85-91-97-103-113-125 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið.
Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Í byrjun á næstu 2 umferðum, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg = 81-83-89-95-99-103 lykkjur. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm. Nú eru felldar af miðju 29-29-31-31-33-33 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig eins og útskýrt er að neðan.
YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA:
Fækkið lykkjum fyrir hálsmáli og setjið lykkjur á þráð fyrir skáhallandi öxl eins og útskýrt er að neðan. Lestu kaflann HÁLSMÁL og SKÁHALLANDI ÖXL áður en þú prjónar áfram.
HÁLSMÁL:
Fækkið um 1 lykkju fyrir hálsmáli í byrjun á næstu umferð frá hálsmáli.
SKÁHALLANDI ÖXL:
Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 9-10-10-11-12-12 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð.
Setjið til baka 25-26-28-31-32-34 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni. Fellið síðan laust af allar lykkjur. Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl.
Prjónið hina öxlina á sama hátt.
HÆGRA FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 66-70-76-80-88-96 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu):
2 kantlykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni.
Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu.
Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið (kantur að framan), prjónið sléttprjón yfir næstu 58-62-68-72-80-88 lykkjur og fækkið um 16-17-20-21-24-26 lykkjur yfir þessar lykkjur, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni = 50-53-56-59-64-70 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 11 cm, byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm.
YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA:
Nú á að fækka lykkjum fyrir V-hálsmáli jafnframt því sem fellt er af fyrir handveg – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram.
V-HÁLSMÁL:
Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig:
Prjónið 10 lykkjur eins og áður, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (1 lykkja færri), prjónið út umferðina eins og áður.
Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (fyrsta úrtaka er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-18 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli.
HANDVEGUR:
Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handveg í næstu umferð frá röngu.
Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmái og handvegi hafa verið gerðar til loka eru 32-33-35-38-39-41 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 7 kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm.
SKÁHALLANDI ÖXL:
Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 16-17-17-18-19-19 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð.
Setjið til baka 32-33-35-38-39-41 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni.
Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl.
Fellið af ystu 25-26-28-31-32-34 lykkjur frá öxl = 7 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið eins og áður yfir 7 kantlykkjur að framan í ca 9-9-10-10-11-11 cm. Fellið af.
VINSTRA FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 66-70-76-80-88-96 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Air. Prjónið stroff þannig (fyrsta umferð er prjónuð frá réttu):
2 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt.
Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm – endið eftir umferð frá röngu.
Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja, prjónið sléttprjón yfir næstu 58-62-68-72-80-88 lykkjur og fækkið um 16-17-20-21-24-26 lykkjur yfir þessar lykkjur, prjónið 1 lykkju brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt (kantur að framan) = 50-53-56-59-64-70 lykkjur.
Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm.
YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA:
Nú á að fækka lykkjum fyrir v-hálsmáli jafnframt því sem fellt er af fyrir handveg – lestu því allan næsta kafla áður en þú prjónar áfram.
V-HÁLSMÁL:
Þegar stykkið mælist 32-33-34-35-36-37 cm, byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Í næstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað þannig:
Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, mynstur eins og áður þar til 12 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt saman (1 lykkja færri), prjónið síðustu 10 lykkjur eins og áður.
Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 1 sinni (fyrsta úrtaka er útskýrð að ofan), í annarri hverri umferð 12-12-13-13-14-14 sinnum og í 4. hverri umferð 3 sinnum = 16-16-17-17-18-17 lykkjur færri fyrir v-hálsmáli.
HANDVEGUR:
Þegar stykkið mælist 37-38-39-40-41-42 cm, fellið af 2-4-4-4-7-11 lykkjur fyrir handvegi í næstu umferð frá réttu.
Þegar allar úrtökur fyrir v-hálsmáli og handvegi hafa verið gerðar til loka eru 32-33-35-38-39-41 lykkjur eftir fyrir öxl. Prjónið sléttprjón og 7 kantlykkjur að framan eins og áður þar til stykkið mælist 55-57-59-61-63-65 cm.
SKÁHALLANDI ÖXL:
Setjið ystu lykkjur við handveg á þráð fyrir skáhallandi öxl, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Setjið 8-8-9-10-10-11 lykkjur á þráð 2 sinnum og síðan síðustu 16-17-17-18-19-19 lykkjur á þráð. Allar lykkjur hafa nú verið felldar af eða settar á þráð.
Setjið til baka 32-33-35-38-39-41 lykkjur af þræði á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð sléttprjón, en til að sleppa við göt þegar snúið er við mitt í stykki, sækið þráðinn á milli 2 lykkja upp og prjónið þráðinn snúið saman með fyrstu lykkju á vinstri prjóni.
Stykkið mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá uppfitjunarkanti að hæsta punkti á öxl.
Fellið af ystu 25-26-28-31-32-34 lykkjur frá öxl = 7 kantlykkjur að framan eftir á prjóni. Prjónið eins og áður yfir 7 kantlykkjur að framan í ca 9-9-10-10-11-11 cm. Fellið af.
ERMI:
Ermar eru prjónaðar ofan frá og niður.
Fitjið upp 61-65-69-71-75-79 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið sléttprjón fram og til baka í 1-2-2-2-4-6 cm. Prjónið síðan stykkið hringinn þannig:
Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð, þ.e.a.s. það verður lítil klauf í ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 eftir þörf. Þegar ermin mælist 3-4-4-4-6-8 cm frá uppfitjunarkanti, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5½-4-3½-3½-3-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-11 sinnum = 49-51-53-55-57-57 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist alls 38-38-37-37-37-36 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 17-17-17-19-19-19 lykkjur jafnt yfir = 66-68-70-74-76-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 10 cm.
Fellið af aðeins laust. Ermin mælist alls 48-48-47-47-47-46 cm.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma. Saumið kanta að framan saman mitt að aftan (kragi). Saumið kragann við hálsmál aftan í hnakka. Saumið ermakúpu við handveg og saumið klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma frá handvegi og niður innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið, saumið þar til 10 cm eru eftir = klauf. Saumið tölur í vinstra framstykki.
Mynstur
|
= ermakúpan er saumuð við handveg þannig: Saumið a við A og b við B |

Hallo, ich bin grade beim V-Ausschnitt des rechten Vorderteils und hab die erste Masche in einer Hinreihe abgenommen wie beschrieben. Jetzt steht dieses in der folgenden 4. Reihe wiederholen. Das wäre aber eine Rückreihe. Ist das richtig? Oder ist damit gemeint und der folgenden 4. Hinreihe?
14.09.2023 - 10:52DROPS Design answered:
Liebe Frau Schömig, nach dieser Abnahmen-Reihe stricken Sie jetzt 3 Reihen ohne Abnahmen, und bei der nächsten Reihe = eine Hin-Reihe, nehmen Sie noch einmal wieder ab. Viel Spaß beim stricken!
14.09.2023 kl. 17:12Hello I have a question, could you help me please? For the back panel you need to switch needles 5 after the ribbing at the bottom. But for the front panels this is not mentioned. So My question is; should or should you not switch to needles 5 for the front panels after the ribbing?
06.09.2023 - 08:26DROPS Design answered:
Dear Thes, this has been forgotten in the pattern but you are right, you should switch to larger needle just as you did on back piece, thanks for noticing, a correction will be made asap. Happy knitting!
06.09.2023 kl. 09:28Når jeg skal starte etter vrangborden på forstykket står det ikke noe om å skifte til pinne nr 5 som det står på bakstykket. Det skal vel skiftes pinne her også?
16.07.2023 - 21:35DROPS Design answered:
Hei Ranveig, Ja, du skifter til pinne 5 etter vrangborden på forstykket på samme måten som på bakstykket. God sommer!
17.07.2023 kl. 07:37Hei, Jeg forstår ikke hvordan denne delen skal strikkes: «Sett de ytterste maskene mot ermehullet på en tråd til skrå skulder, men for å unngå å klippe tråden det strikkes med, strikkes maskene før de settes på tråd. Sett 8-8-9-10-10-11 masker på tråd 2 ganger, og deretter de siste 9-10-10-11-12-12 maskene på tråd». Kan dere forklare dette på en annen måte? Ikke veldig erfaren strikker så må ha enkelte ting med teskje. Mvh Beate
19.04.2023 - 22:02DROPS Design answered:
Hei Beate, Skulder maskene skal settes på hjelpepinne (eller tråd) litt etter litt for å få til skråskuldrene, De første 8-8-9-10-10-11 maskene fra ermehullet er strikket, deretter satt på hjelpepinnen, så strikker du til enden av pinnen og tilbake (ikke strikk maskene på hjelpepinnen). Da strikker du samme antall maskene igjen og setter de på hjelpepinnen, strikker fram og tilbake og til slutt setter de siste maskene på hjelpepinnen etter de er strikket. Håper dette hjelper og god fornøyelse!
20.04.2023 kl. 06:55Süße Frucht
19.01.2023 - 09:30Bright Sundrop
19.01.2023 - 03:10Orange punch
18.01.2023 - 17:28Sweet orange
18.01.2023 - 16:32Beach stroll
18.01.2023 - 03:07"Love it"
17.01.2023 - 22:19