Gagnstætti við sléttar lykkjur eru brugðnar lykkjur. Ef prjónuð er önnur hver umferð slétt og önnur hver umferð brugðin er það kallað sléttprjón.
Svona prjónar þú brugðnar lykkjur:
Mynd 1: Haltu prjóninum með lykkjunum í vinstri hönd og þráðurinn liggur yfir vísifingur vinstri handar og þú heldur þræðinum föstum í lófanum með baugfingri og litlafingri. Þráðurinn á alltaf að vera fyrir framan prjóninn þegar prjónuð er brugðin lykkja.
Mynd 2: Oddi hægrihandarprjóns er stungið aftan í fyrstu lykkju vinstrihandarprjóns til þess að mynda nýja brugðna lykkju.
Mynd 3: Setjið þráðinn frá vísifingri vinstri handar yfir á hægrihandarprjón.
Mynd 4: Notaðu oddinn á hægrihandarprjóni og dragðu þráðinn í gegnum lykkjuna.
Mynd 5: Nú ertu með nýja lykkju á hægrihandarprjóni, en gamla lykkjan situr enn á vinstrihandarprjóni.
Mynd 6: Slepptu gömlu lykkjunni af vinstrihandarprjóni og togaðu gætilega í þráðinn aftan við nýju lykkjuna með vinstri vísifingri.
Mynd 7: Þetta er endurtekið þar til þú hefur prjónað allar lykkjur af vinstrihandarprjóni yfir á hægrihandarprjón.
Nú er fyrstu umferð lokið með brugðnum lykkjum.
Glenn J skrifaði:
Videolänken fungerar inte? Video finns inte står det.
05.01.2024 - 09:37