Aukið út jafnt yfir:
Mynstrið segir til um að auka eigi út ákveðin fjölda lykkja jafnt yfir.
Dæmi 1: Þú ert með 100 lykkjur og auka á út um 16 lykkjur jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 100 deilt með 16 þá færðu 6.25.
Námundaðu töluna niður í heila eða hálfa tölu.
Í þessu dæmi námundum við töluna niður í 6.
Þannig að þú eykur út eftir 6. hverja lykkju þannig: Prjónið 6 lykkjur, aukið út í 1. skipti, prjónið 6 lykkjur, aukið út í 2. skipti, prjónið 6 lykkjur, aukið út í 3. skipti, prjónið 6 lykkjur, aukið út í 4. skipti og haldið svona áfram.
Eftir 16. útaukningu eru 4 lykkjur eftir í umferð til að prjóna.
Dæmi 2: Þú ert með 140 lykkjur og auka á út um 21 lykkju jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 140 deilt með 21 þá færðu 6.66.
Námundaðu töluna niður í heila eða hálfa tölu.
Í þessu dæmi þá námundum við töluna niður í 6.5.
Þannig að þú eykur út eftir 6. og 7. lykkju þannig: Prjónið 6 lykkjur, aukið út í 1. skipti, prjónið 7 lykkjur, aukið út í 2. skipti, prjónið 6 lykkjur, aukið út í 3. skipti, prjónið 7 lykkjur, aukið út í 4. skipti og haldið svona áfram.
Eftir 21. útaukningu eru 4 lykkjur eftir í umferð til að prjóna.
Dæmi 3: Þú ert með 48 lykkjur og auka á út um 12 lykkjur jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 48 deilt með 12 þá færðu 4.
Ef þú færð heila tölu og ert að prjóna í hring á hringprjóna, þá er þetta auðvelt. Þá eykur þú bara út með þann fjölda l á milli útaukninga.
Ef þú prjónar fram og til baka og auka á út eftir 4. hverja lykkju eins og í þessu dæmi, þá er síðasta útaukningin gerð á eftir síðustu lykkju í umferð, sem ekki er gott. Til þess að koma í veg fyrir þetta þá eru prjónaðar aðeins færri lykkjur í byrjun umferðar á undan fyrstu útaukningu þannig:
Prjónið 2 lykkjur, aukið út í 1. skipti, prjónið 4 lykkjur, aukið út í 2. skipti, prjónið 4 lykkjur, aukið út í 3. skipti, prjónið 4 lykkjur, aukið út í 4. skipti og haldið svona áfram.
Eftir 12. útaukningu eru 2 lykkjur eftir í umferð til að prjóna.
Fækkið lykkjum jafnt yfir: Mynstrið segir til um að fækka eigi um ákveðin fjölda lykkja jafnt yfir.
Dæmi 1: Þú ert með 100 lykkjur og átt að fækka um 16 lykkjur jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 100 deilt með 16 þá færðu 6.25.
Ef talan er lægri en .5 þá þarf alltaf að námunda töluna niður, þannig að í þessu dæmi þá námundum við töluna niður í 6.
Til þess að fækka lykkju í 6. hverri lykkju, þá þýðir það að þú prjónar saman 5. og 6. hverja lykkju þannig: Prjónið 4 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman (5. og 6. lykkja), prjónið 4 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman og haldið svona áfram.
Eftir 16. úrtöku þá eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman þannig að það verða 4 lykkjur eftir í umferð til að prjóna.
Dæmi 2: Þú ert með 140 lykkjur og átt að fækka um 30 lykkjur jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 140 deilt með 30 þá færðu 4.66.
Ef talan er hærri en .5 þá þarf að fella af í annað hvert skipti með hærri og lægri tölunni. Í þessu dæmi þá þýðir það að fækkað um lykkjur til skiptis eftir 4. og 5. hverja lykkju þannig:
Prjónið 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman (3. og 4. lykkja), prjónið 3 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman (4. og 5. lykkja), prjónið 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman, prjónið 3 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman og haldið svona áfram.
Eftir 30. úrtöku þá eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman þannig að það verða 5 lykkjur eftir í umferð til að prjóna.
Dæmi 3: Þú ert með 48 lykkjur og átt að fækka um 12 lykkjur jafnt yfir.
Notaðu reiknivél og sláðu inn 48 deilt með 12 þá færðu 4.
Í þessu dæmi þá áttu að fækka lykkjum í 4. hverri lykkju þannig:
Prjónið 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman (3. og 4. lykkja), prjónið 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur, 2 lykkjur slétt saman og haldið svona áfram.
Eftir 12. úrtöku þá eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman þannig að það eru ekki neina lykkjur eftir til að prjóna.
Laura skrifaði:
Jeg har 170 masker og skal tag 10 ind jævnt fordelt så det vil sige 17 masker. Skal jeg strikke 15 masker og så strikker maske 16 og 17 sammen og så gentage eller hvordan?
20.04.2024 - 19:19