Þegar þig langar til að forma prjónlesið til t.d. við handveg, hálsmál eða mittismál, þá er það gert með því að lykkjum er fækkað á prjóninum. Úrtaka við prjónamerki eða næst kantlykkju er gerð frá réttu þannig:
Mynd 1: Prjónaðu sléttprjón að þeim stað þar sem úrtakan á að vera. Á myndinni höfum við valið að hafa úrtökuna eftir 4 prjónaðar kantlykkjur.
Mynd 2: Oddi hægrihandarprjóns er stungið inn að framanverðu í næstu tvær lykkjur á vinstrihandarprjóni. Byrjaðu á að stinga inn í seinni lykkjuna á vinstrihandarprjóni og síðan í fyrri lykkjuna á vinstrihandarprjóni.
Mynd 3: Sæktu þráðinn frá dokkunni og dragðu í gegnum báðar lykkjurnar á vinstrihandarprjóni. Nú ertu með nýja lykkju á hægrihandarprjóni.
Mynd 4: Slepptu báðum lykkjunum af vinstrihandarprjóni. Þessar tvær lykkjur hafa nú verið sameinaðar í eina lykkju sem staðsettar eru á eftir kantlykkjum á hægrihandarprjóni.
Mynd 5: Prjónaðu út umferðina. Nú ertu með eina lykkju færri á vinstrihandarprjóni en þegar þú byrjaðir umferðina.
Mynd 6: Svona er einfalt að forma prjónlesið til.
Candace skrifaði:
THANK YOU FOR YOUR HELP!! In answer to question on Drops 125-15, "piece" first begins on Row 1 of "Heel Decreases".
22.01.2024 - 22:18