Nú er komið að því að prjóna! Ef allar lykkjur og allar umferðir eru prjónaðar sléttar kallast það garðaprjón. Svona prjónar þú slétta lykkju:
Mynd 1: Í vinstri hönd er prjóninn með lykkjunum. Þráðurinn liggur yfir vísifingur vinstri handar og þú heldur þræðinum föstum í lófanum með baugfingri og litlafingri. Þráðurinn á alltaf að vera fyrir aftan stykkið þegar prjónuð er slétt lykkja, hvorki of laust né of fast.
Mynd 2: Oddi hægrihandarprjónis er stungið inn í fremri helming fyrstu lykkju vinstrihandarprjóns til þess að mynda nýja lykkju.
Mynd 3: Prjóninum er krækt um þráðinn á vísifingri.
Mynd 4: Notaðu oddinn á hægrihandarprjóni og dragðu þráðinn í gegnum lykkjuna.
Mynd 5: Nú ertu með nýja lykkju á hægrihandarprjóni, en gamla lykkjan situr enn á vinstrihandarprjóni.
Mynd 6: Slepptu gömlu lykkjunni af vinstrihandarprjóni og togaðu gætilega í þráðinn aftan við nýju lykkjuna með vinstri vísifingri.
Mynd 7: Þetta er endurtekið þar til þú hefur prjónað allar lykkjur af vinstrihandarprjóni yfir á hægrihandarprjón.
Nú er fyrstu umferð lokið með sléttum lykkjum. Snúið við og færið prjóninn með lykkjunum yfir í vinstri hönd og endurtakið.
Anna-Karin Isaksson skrifaði:
Stickade mycket på 70-talet men upptäckte nu er sida och blev sugen på att börja igen. Många goda tips, videos och bra instruktioner m m!!!!
12.06.2024 - 20:35