Hvernig á að prjóna slétta lykkju

Leitarorð: prjón lykkjur,
Hvernig á að prjóna slétta lykkju

Nú er komið að því að prjóna! Ef allar lykkjur og allar umferðir eru prjónaðar sléttar kallast það garðaprjón. Svona prjónar þú slétta lykkju:

Mynd 1: Í vinstri hönd er prjóninn með lykkjunum. Garnið liggur yfir vísifingur vinstri handar og þú heldur því föstu í lófanum með baugfingri og litlafingri. Garnið á alltaf að vera fyrir aftan stykkið þegar prjónuð er slétt lykkja, hvorki of laust né of fast.

Mynd 2: Oddi hægrihandarprjónis er stungið inn í fremri helming fyrstu lykkju vinstrihandarprjóns til þess að mynda nýja lykkju.

Mynd 3: Prjóninum er krækt um garnið á vísifingri.

Mynd 4: Notaðu oddinn á hægrihandarprjóni og dragðu garnið í gegnum lykkjuna.

Mynd 5: Nú ertu með nýja lykkju á hægrihandarprjóni, en gamla lykkjan situr enn á vinstrihandarprjóni.

Mynd 6: Slepptu gömlu lykkjunni af vinstrihandarprjóni og togaðu gætilega í þráðinn aftan við nýju lykkjuna með vinstri vísifingri.

Mynd 7: Þetta er endurtekið þar til þú hefur prjónað allar lykkjurnar af vinstrihandarprjóni yfir á hægrihandarprjón.

Nú er fyrstu umferð lokið með sléttum lykkjum. Snúið við og færið prjóninn með lykkjunum yfir í vinstri hönd og endurtakið.

Skoðaðu myndbandið til þess að fá frekari aðstoð

Athugasemdir (2)

Charlene West 22.12.2016 - 17:27:

I'm so glad to have found you on the internet. However, I cannot get the audio for the tutorials on the website.

DROPS Design 22.12.2016 - 18:23:

Dear Mrs West, Our videos do not have sound. We are a worldwide company and our videos are watched by people around the world, speaking different languages, many of whom do not understand English. We have therefore written instructions to accompany this video, and there is no sound to disturb while watching. Enjoy!

Cyrille 07.12.2015 - 13:15:

C'est curieux, j'ai toujours tenu le fil de la pelote avec la main droite... Y a-t-il un intérêt particulier à le tenir avec la main gauche? En tout cas un grand merci pour ces tutoriels et vidéos, qui me font font beaucoup progresser dans ma pratique du tricot!

DROPS Design 07.12.2015 - 14:18:

Bonjour Cyrille et merci. Il existe 2 "grandes" méthodes de tenir le fil, la méthode anglaise/américaine et la méthode continentale réputée plus rapide. Bon tricot!

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.