Sabrina skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage zu den Vorderteilen. In der Anleitung steht dass in JEDER Reihe 2 Maschen zugenommen werden. Und anschließend steht dass in dieser Weise in jeder 2./3./6. Reihe jeweils eine Masche zugenommen wird. Was heißt das? Werden also zum Beispiel 2 Maschen zugenommen und in der 2. Reihe 3 Maschen zugenommen ? Oder werden auf der hinreihe 2 Maschen zugenommen und auf der Rückreihe 1 Masche?
19.01.2024 - 21:18DROPS Design svaraði:
Liebe Sabrina, die Zunahmen für den Halsausschnitt werden am Ende einer Hin-Reihe, dh zuerst in jeder 2. Reihe. = bei jeder Hin-Reihe dann in jeder 4. Reihe = in jeder 2. Hin-Reihe dann in jeder 6. Reihe = in jeder 3. Hin-Reihe. Viel Spaß beim stricken!
22.01.2024 - 08:02
Luna skrifaði:
Ciao! Nella porzione del corpo, c’e scritto di aumentare 62 maglie uniformemente (sto lavorando una M). Non capisco se si intende di lavorarla per l’intera lunghezza del corpo o nel primo ferro del corpo. Grazie in anticipo!
16.01.2024 - 20:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Luna, deve aumentare tutte le maglie nel ferro a diritto indicato. Buon lavoro!
17.01.2024 - 16:53
Ka skrifaði:
Hallo! Ich wüsste gern, welche Nadelstärke und -länge ich verwenden muss wenn ich die Ärmel mit einer Rundnadel anstatt mit einem Nadelspiel stricken möchte.
05.01.2024 - 14:06DROPS Design svaraði:
Liebe Ka, wenn Sie mit einer Rundnadel stricken möchten, stricken Sie dan nmit einer 40 cm am Anfang dann wenn es weniger Maschen sind mit dem Nadelspiel oder mit Magic Loop und 8O cm Rundnadel, siehe hier. Viel Spaß beim stricken!
05.01.2024 - 15:44
MAŁGORZATA skrifaði:
Witam, jak mierzyć długość robótki, dziękuję, pozdrawiam serdecznie i życzę szczęścia w Nowym Roku
02.01.2024 - 12:35DROPS Design svaraði:
Witaj Małgosiu, również najlepsze życzenia na Nowy Rok. Napisz dokładnie o jaki wymiar Ci chodzi?
02.01.2024 - 13:09
Ilka Müller skrifaði:
Hallo, ich bin jetzt bei den Ärmeln des Elodie Cardigan. Ich verstehe nicht, warum die waagrechten Maschen des Armauschnitts nicht mit aufgefasst werden. Sie werden zu keinem Zeitpunkt danach in der Anleitung erwähnt ? Und es wird auch nicht in Runde gestrickt. Ich habe gerade gesehen, dass es eine "neue Anleitung" für den Ärmel existiert, ersetzt diese komplett den Text in ihrer Anleitung ? und werden die Maschenanzahl dann zu denen in der Anleitung gezählt ?
15.12.2023 - 22:50DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Müller, die ersten cm von dem Ärmel werden in Hin- und Rückreihen gestrickt, dann diese Reihen werden zu den angeschlagenen Maschen für das Armloch zusammengenäht - wie beim Figur - siehe schwarzes Sternchen. Dann wird der Ärmel in Runden gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
18.12.2023 - 08:15
Michelle skrifaði:
Hallo ich habe ein paar Probleme mit den Vorderteilen. Wie ich Maschen aus dem Rückenteil aufnehme ist mir bewusst aber die extra 7 Maschen sind mein Problem. Sollen diese nach innen gehen? Also wenn Mann die Jacke trägt Richtung Knöpfe oder sollen diese außen sein Richtung Schulter? Lg
14.12.2023 - 11:41
Therese Björntorp skrifaði:
Hej! Jag får inte ihop beskrivningen för ärm och armhåla. Jag plockar upp 68 maskor (m), stickar fram och tillbaka i 2 cm och sedan stickar jag runt. Det blir ju ingen skillnad på om jag hade stickat runt direkt. Jag hade förstått bättre om jag skulle ha stickat slätstickning t ex 60 maskor i 2 cm och sedan börjat sticka runt med de 8 som är mitt under armen. ?? Eller ??? Tacksam för hjälp!
16.09.2023 - 15:19DROPS Design svaraði:
Hei Therese. Husk at du skal strikke frem og tilbake med forkortede pinner over ermetoppen. Dette gjøres for at ermet skal få en bedre passform. Se forklaringen til varv 1 - 7. mvh DROPS Design
26.09.2023 - 11:40
Nikoline skrifaði:
Skal det være én, to eller ingen masker masker mellom økningene på ryggen?
09.09.2023 - 20:08DROPS Design svaraði:
Hei Nikoline LItt usikker på hva du mener. Du øker i hver side og det økes før/etter de 3 ytterste maskene. Mellom økningene er det et maskeantall (24-26-28-30-30-32) avhengig av hvilken str. du strikker etter. Ta gjerne titt på hjelpevideoene til Europeisk skulder, som du finner under målskissene. mvh DROPS Design
18.09.2023 - 10:13
Nicole skrifaði:
Entschuldigung. Autokorrektur. Die Frage bezieht sich auf die Hin- und Rückreihen.
06.09.2023 - 12:34
Nicole skrifaði:
Hallo, ich habe eine Frage. Bei den Vorderteilen soll in jeder 2. , jeder 4. bzw. jeder 6. Reihe zugenommen werden. Bezieht sich das jeweils auf die Hinreißen? Also soll in jeder 2., 4. bzw. 6. Hinreihe zugenommen werden? Oder werden die Rückseiten mitgezählt? Ich bedanke mich im Voraus für Ihre Mühe und Antwort.
06.09.2023 - 12:16DROPS Design svaraði:
Liebe Nicole, wenn man in jeder 2. Reihe / jeder 4. Reihe /jeder 6. Reihe zunimmt, wird man in jeder Hin-Reihe / in jeder 2. Hin-Reihe / in jeder 3. Hin-Reihe zunehmen. Viel Spaß beim stricken!
06.09.2023 - 15:56
Elodie Cardigan#elodiecardigan |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með evrópskri öxl / skáhallandi öxl og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 240-29 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: S: 27, 34 og 41 cm. M: 27, 35 og 43 cm. L: 29, 37 og 45 cm. XL: 30, 38 og 47 cm. XXL: 32, 40 og 49 cm. XXXL: 33, 42 og 51 cm. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkin eru prjónuð. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni. Prjónið niður að handvegi jafnframt því sem lykkjur eru auknar út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Við handveg eru framstykkin sett inn á sama hringprjón og bakstykkið, fram- og bakstykkið er prjónað áfram niður á við fram og til baka á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Fyrst er prjónuð ermakúpa fram og til baka. Eftir það eru ermarnar prjónaðar niður á við í hring. Í lokin er prjónaður kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 30-32-34-36-36-38 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR prjónamerki í byrjun á umferð (séð frá réttu) og á UNDAN prjónamerki í lok umferðar – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU. Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 26-28-28-30-32-36 sinnum. Eftir síðustu útaukningu eru 82-88-90-96-100-110 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkin eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Fitjið upp 7 nýjar lykkjur á prjóninn (kantur að framan), prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. það er prjónuð upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu, aukið er út á eftir 7 lykkjur garðaprjón + 2 lykkjur sléttprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón eftir að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Klippið þráðinn. Prjónið síðan hægra framstykki eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Prjónið upp 26-28-28-30-32-36 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hægri öxl á bakstykki, fitjið síðan upp 7 nýjar lykkjur í lok umferðar (kantur að framan) = 33-35-35-37-39-43 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 7 lykkjur garðaprjón við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 4 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar umferð frá réttu, aukið er út á undan 2 lykkjur sléttprjón + 7 lykkjur garðaprjón – munið eftir ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju í annarri hverri umferð, alls 10-11-12-13-13-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 3 sinnum og í 6. hverri umferð 2 sinnum = 48-51-52-55-57-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 24-25-26-27-29-30 cm prjónið þannig – frá röngu: Prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur í lok umferðar, prjónið frá röngu yfir 82-88-90-96-100-110 lykkjur á bakstykki, fitjið upp 6-8-12-14-20-20 nýjar lykkjur, prjónið yfir 48-51-52-55-57-62 lykkjur frá vinstra framstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 190-206-218-234-254-274 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Prjónið þar til stykkið mælist 42-44-46-48-50-52 cm, mælt frá þar sem 7 lykkjur voru fitjaðar upp fyrir kant að framan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 62-62-70-74-82-90 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 252-268-288-308-336-364 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff þannig – frá röngu: 7 lykkjur garðaprjón, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 9 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 7 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. VINSTRI ERMI: Notið hringprjón 5, prjónið upp frá réttu 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram framstykki) og 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram bakstykki) = 64-68-72-74-78-82 lykkjur meðfram handvegi. Setjið 1 prjónamerki mitt í lykkjurnar sem prjónaðar voru upp. Nú er prjónað sléttprjón fram og til baka með stuttum umferðum yfir ermakúpuna, þetta er gert til að fá betra form og flíkin passi betur. Umferð 1 (ranga): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 2 (rétta): Prjónið 16 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 3 (ranga): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 4 (rétta): Prjónið 20 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 5 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 6 (rétta): Prjónið 24 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið. Umferð 7 (ranga): Prjónið að byrjun umferðar. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 5-5-7-7-9-9 cm, mælt frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp (öll mál á lengdina eru gerð mitt ofan á ermakúpu) . Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5 – afgangur af ermi er prjónaður í hring. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón. Þegar ermin mælist 7-7-9-9-11-11 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5½-4½-3½-3½-2½-2 cm millibili alls 6-7-8-8-9-10 sinnum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38-37-38-37-37-35 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp fyrir ermi. Það eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-18-16-18-20-18 lykkjur jafnt yfir = 68-72-72-76-80-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 48-47-48-47-47-45 cm. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur gagnstætt við fyrri ermi, þ.e.a.s. prjónið upp 24-26-27-29-29-31 lykkjur frá botni á handvegi upp að öxl (meðfram bakstykki) og 40-42-45-45-49-51 lykkjur frá öxl og niður að botni á handvegi í hinni hliðinni (meðfram framstykki). Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR AFTAN Í HÁLSMÁLI / Í HNAKKA: Prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 7 lykkjum í garðaprjóni efst á hægra framstykki, prjónið garðaprjón fram og til baka, þar til kanturinn að framan mælist ca 8-9-9-10-10-10 cm, passið uppá að kanturinn að framan mætist ca mitt að aftan þegar togað er létt í hann. Fellið af. Prjónið alveg eins í kantlykkjur að framan efst á vinstra framstykki. Saumið báða kantana að framan saman mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #elodiecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 240-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.